Goðasteinn - 01.03.1972, Side 65
svokallað Berghillusig, alveg í lóð og um 30 faðma hátt. Endaði
það á hillu, sem Berghilla heitir. Þar voru venjulega ekki færri en
30 fýlar í röð meðfram berginu. Þeir voru komnir að því að fljúga
og létu lýsisgusurnar ganga að mér, svo sem venja er fýlsins í
nauðvörn. Ég gerði þeim fljót skil á venjulegan hátt. Þegar hillan
var hroðin, kallaði ég til undirsetumanna að hala. Þeir tóku rösk-
lega í, og ég halaði mig á leynivaðnum. Var þetta hin mesta þrek-
raun, en upp komst ég í einni lotu.
Nú var mæðinni kastað og þorstanum svalað; mann þyrsti í
sólarhitanum við þessi erfiðu störf. Venja var að vera ávallt vel
birgur að drykk, þá er farið var til siga.
Við færðum okkur til næsta sigs, og hófst þar ný þrekraun.
Þetta gekk allan daginn, unz lokið var við að hreinsa Höfuðið,
sem var ekki fyrr en undir kvöld. Seig ég allan daginn, en þeir
félagar sátu undir. Strákar komu um miðjan dag að færa okkur
mat og tína saman fugl neðan undir sem venja var. Um kvöldið
var skipt milli leigutaka, þegar búið var að koma fýlnum sam-
an í einn stað. Var um 100 í hlut. Úr Nyrðra-Grafarhöfði hafa
því verið þá kringum 200 veiddir fýlar, en fyrr meir var fýla-
tekja þar meiri.
Daginn eftir var sigið í Syðra-Grafarhöfuð. Það var ekki eins
þverhnípt og það nyðra. Sig voru því ekki eins hörð þar en
víða eins löng. Þar eru Gvendarhillur, efri og neðri. Eru þær
langar og grasigrónar. Fyrrum var þar mikil fýlabyggð, en síðar
gekk sauðfé í hillurnar og hætti fýllinn þá að verpa þar. Við
hreinsuðum Syðra-Grafarhöfuð á einum degi, og var svipað í
hlut úr því og hinu nyrðra.
Voru nú eftir Miðaftansbrýr, og tókum við þær þriðja daginn.
Brýrnar ná allt frá Syðra-Grafarhöfði og fram að Klapparhaus.
Þar tekur Útfjallið við. Þar lá vegur niður í Vík í mörgum snið-
um, vestan vfir Revnisfjall úr Reynishverfi. Var þar fjölfarin
leið fyrrum.
Sig í Brúnunum voru miklu styttri en í Höfðunum og eftirtekja
minni, víða stutt snött, sem svo var kallað. Tekinn var hver fýll,
sem til náðist eða gjörhrcinsað. Tók það sinn tíma en erfiði ekki
eins mikið og við löngu sigin. Að verki loknu var afla skipt og
Godasteinn
63