Goðasteinn - 01.03.1972, Qupperneq 66
haldið heim. Ólafur á Lækjarbakka greiddi mér 35 fýla fyrir
hvern dag, og þótti það rausnarlega borgað. Var hann mér lengi
síðan þakklátur fyrir starfann og taldi, að ég hefði gjört sér
góðan greiða.
Ég tók til við sláttinn að nýju, en í marga daga var ég með
harðsperrur eftir sigmennskuna í Grafarhöfðunum.
Nú er allt breytt, hætt fyrir löngu að nytja Fjallið, Víkurbændur
horfnir af sjónarsviðinu og sama máli gegnir um leigutaka þeirra
að matarhohim Grafarhöfða.
STEFÁN Á MIÐ-SKÁLA
Stefán Guðmundsson á Mið-Skála undir Eyjafjöllum var að
lenda við Fjallasand og sjór var ekki kær. Jón sonur hans var
mcð honum. Lýsisbrúsi var með í förinni. Stefán undirbjó lend-
inguna með þcssum orðum: „Þegið nú allir, nema ég og hann
Jón minn, og hentu brúsanum, ef í harðbakkann slær“.
Stefán var sæmdarmaður, alltaf fátækur en kunni ráð við flest-
um vanda. Sigurður á Vertshúsinu í Vestmannaeyjum átti að fá
kind hjá Stefáni, en svo féllu ferðir, að kindin kom ekki, og bar
Stefán við þoku í Miðskálaheiði. Nú kom gott róðrarleiði út til
Eyja. Var bjart yfir og sólskin, þegar Stefán á Mið-Skála lcnti í
Eyjum. Sigurður í Vertshúsinu kom niður á bryggju og sagði:
„Nú er ekki þokan, Stefán minn“. „Nei, nú er ekki þokan“, svar-
aði Stefán. Sigurður notaði færið og bætti við: ,,Þá hefurðu komið
með kindina". Stefán var fljótur til svars: „Það var þoka í heið-
inni, þar var ckki þoka á sjónum!"
64
Godasteinn