Goðasteinn - 01.03.1972, Side 67

Goðasteinn - 01.03.1972, Side 67
Skarphéðinn Gislason jrá Vagnsstöðum: Fiskiróður fyrir einni öld Á góuþrælinn 1871 var víst logn hér í Suðursveit og sæmilegt sjóveður að mönnum fannst. Bjuggu allmargir menn sig þá til sjó- róðrar frá Bjarnahraunssandi. Þá og síðar voru aðeins stundaðar handfæraveiðar hér frá sandinum. Róið var þá oftast þetta þrem- ur og fjórum skipum héðan úr sveitinni. Skipshöfn Halldórs Jakobssonar bónda í Hestgerði bjó sig í snatri til róðrar. Eftir stutta stund var komið út á fiskimið, sem var vanalega á 10-20 faðma dýpi. Þar dró einn hásetiun þorsk og hafði rétt innbyrt hann, þegar Halldór formaður kallar: „Hafið þið færin inn, piltar!“ Þá kallar sá, er fiskinn dró: „Nei! rétt út, einn enn!“ Formaður kallaði á móti: „Nei, nei!“ Hlýddu þá allir, hönkuðu upp færi sín í flýti og tóku rösklega til ára sinna, áleiðis til lands. Tveir formenn aðrir komu til róðrar og um hálf skipshöfn hvors þeirra slógu í félag, tóku annað skip sitt og settu fram tii sjávar. Þeir skinnklæddust og studdu skipið til róðrar. Þegar formanni sýndist komið lag, kallaði hann eins og vánt var: „Tökum á og Goðasteinn 65

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.