Goðasteinn - 01.03.1972, Page 70
Auðunn Bragi Sveinsson:
Ávarp
til sr.
Sveins ögmunclssonar
og frú Dagbjartar
Gísladóttur við brottför
úr Pykkvabæ
Hinn 15. september 1969 fékk séra Sveinn Ögmundsson
prófastur í Þykkvabæ lausn frá embætti, eftir 48 ára samfellda
þjónustu í Kálfholtsprestakalli, nú Kirkjuhvolsprestakalli, 72
ára að aldri. Hann vígðist til Kálfholts sem settur prestur hinn
9. apríl 1922, að undangenginni lögmætri kosningu.
Séra Sveinn var kvæntur Helgu Sigfúsdóttur, Jónssonar prests
og síðar kaupfélagsstjóra og alþm. Eignuðust þau 4 börn og eru
þrjú þeirra nú á lífi. Helga lézt árið 1935, aðeins 32 ára að aldri.
Árið 1938 kvæntist séra Sveinn öðru sinni. Er síðari kona hans
Dagbjört Gísladóttir, Gestssonar bónda í Sudur-Nýjabæ í Þykkva-
bæ. Eiga þau 3 dætur.
Séra Sveinn fluttist burt úr Þykkvabæ með fjölskyldu sína til
Reykjavíkur. Var þeim prófastshjónum haldið veglegt skiinaðarhóf
í Samkomuhúsi Þykkvabæjar laugardaginn 13. sept. 1969. Þar
voru margar ræður fluttar og kvæði það, sern hér fer á eftir,
flutti Auðunn Bragi Sveinsson skólastjóri í hófinu.
68
Goðasteinn