Goðasteinn - 01.03.1972, Side 77

Goðasteinn - 01.03.1972, Side 77
Guðlaugur E. Einarsson: Druknanir í Ytri-Rangá á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar i. Rangá cr fögur í fossum og giljum, fiðlustreng vatnadís brosandi knýr. Kaldrifjuð feigðin í hringiðu hyljum hægfara, lymsk þó, und glófleti býr. Býr sem hin fegursta kona yfir köldu kviklát og viðsjál og straumbreytin á. Sjá, hún er jötunelfd skorðuð við skjöldu, skal ekki mannblót að eilífu sjá. Þannig byrjar Guðmundur Guðmundsson vígsluljóð Rangárbrúar 1912. Sannleikurinn í þessu ljóði felst aðeins í tveim fyrstu ljóð- línunum, hitt er ósatt og ofsagt, kaldrifjuð er Rangá alls ekki, eða lymsk, því síður viðsjál eða straumbreytin. Og þó slys hafi orðið heizti mörg við hana á líðandi öld, eins og sagt verður hér frá, þá er engu þessu, sem Guðmundur nefnir, um að kenna. Rangá er alls ekki straumbreytin á, heldur liðast hún lygn og tær frá upptökum til ósa. Henni er ekki gjarnt til flugs eða flóða, því hún er hrein lindará, eins og nú er farið að nefna bergvatnsár, og í hana faila ekki gruggugir lækir eða mýrarkeldur. Rangá hefur upptök sín í söndum og hraunum austan Þjórsár milli Búrfells og Heklu með fjallaklasa þeim, cr henni fylgir. Vatnasvæði Rangár er því frá byrjun nokkuð stórt en jarðvegur þurr og sendinn, sem gleypir hvern vatnsdropa er til jarðar fellur þegar í stað. Sumra manna mál er það, að nokkur hluti vatnsins í Rangár- Goðasteinn 75

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.