Goðasteinn - 01.03.1972, Side 81

Goðasteinn - 01.03.1972, Side 81
Sex árum síðar skeði það, að Árni bóndi Finnbogason á Galta- læk fór niður um ís eða snjóskafl rétt á móts við bæ sinn, var hann að reyna ísspöng fyrir hesta vermanna, sem komast þurftu á bæina austan árinnar. Þetta skeði á góu 1849. Heimildarm. Árni Hannesson i Hrólfsstaðahelli. Á öðrum stað í Sagnaþáttum Guðna Jónssonar, segir Árni Hannesson frá því að unglingsstúlka frá Haukadal á Rangárvöll- um, Guðrún Kolbeinsdóttir, var ásamt systur sinni að safna kal- við til eldneytis í Hraunteig. Dettur henni þá í hug að bregða sér yfir ána að Galtalæk og þiggja góðgerðir hjá gæðakonu, Margréti, konu Árna Finnbogasonar, en áin reyndist dýpri en stúlkan hugði og þróttur hennar kannski ekki mikill, nema stúlkan drukknaði í ánni. Fjórði maðurinn scm Árni nefnir að drukknað hafi í Rangá, var Magnea Auðunsdóttir unglingsstúlka frá Svínhaga. Var hún send frá Svínhaga að Húsagarði í Landsveit, sem er nokkru neðar með ánni vestanmegin. Var stúlkan ríðandi og sást hrossið frá Húsagarði, en stúlkan hafði hrokkið af þvt og drukknað í ánni. Þetta skeði sunnudag- inn 17. maí 1925. Hér má enn bæta við upptalningu drukknaðra í Rangá Þór- unni Guðmundsdóttur frá Snjallsteinshöfðahjáleigu, er hvarf þar að heiman 10. okt. 1890. Bein hennar fundust að ári liðnu suður undir Þykkvabæ, nærri sandorpin. Hafði Rangá borið þau fram í Þverá og hún síðan kastað þeim yfir í Djúpós og þar fjarað undan þeim á grynningum. Talið var vafalítið að stúlkan hefði kastað sér í Rangá. Um ástæðu fyrir því tiltæki vissi fólk ekki, stúlkan sögð mjög viðkunnanleg, jafnvel ,,glaðsinna“. Eftir hvarf Þróunnar fór af stað sá kvittur, að kannski hefði högum hcnnar verið svo háttað, að hún hefði ekki treyst sér til að horfast í augu við það, sem framundan var. Frá hvarfi Þórunnar er nánar sagt í Sagnaþáttum Guðna Jónssonar V. og VII. h. Er þá eftir að nafna þrjá Rangvellinga og vinnupilt frá Bjólu, sem allir drukknuðu í Rangá á þessari öld. Fyrst er að nefna Boga Þórðarson bónda í Varmadal, sem Goðasteinn 79

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.