Goðasteinn - 01.03.1972, Qupperneq 84
Kraftamaður mikill var Einar. Sá ég hann glíma á skemmtun,
sem haldin var við Rangá, við kraftajötun, Árna frá Selalæk. Var
þar sterklega glímt, minnir mig að þeir glímdu tvær glímur og
ynni sína glímuna hvor.
Sá maður, sem ég veit um að síðast hafi vætt koli í Ranga
var Bjarni Bjarnason á Eystri Gcldingalæk, hafði hann vcrið þar
bóndi cn var nú hættur búskap. Ekki var vitað, að hann hefði
átt við ána neitt erindi. Lík hans rak nokkru síðar nálægt Hellu-
vaði. Þetta skeði vorið 1934.
Hafa þá hér á þessum blöðum verið nefnd nöfn tólf manna,
sem farizt hafa í Ytri-Rangá á rúmum hundrað árum (1817— 1934'',
þar af fimm á þessari öld.
Það, sem hlýtur að vekja eftirtekt er, að ekkert þessara slysa
verður nálægt Ægisíðu, cn þar lá þjóðvegurinn frá ómuna tíð á
vaði yfir Rangá til 1912 að byggð var brú á hana og Guðmundur
Guðmundsson komst svo að orðið að hún, þ. e Rangá, „skyldi ei
að eilífu mannblót sjá“.
Það hefur þó ekki rætzt, en fögur og hcilnæm er og verður hún
alla tíð.
Sóivangi í Hafnarfirði 1970
Guðlaugur E. Einarsson.
LEIÐRÉTTIN G
I greinargerð með „gamalli mynd“ í hausthefti Goðasteins 1971,
bls. 23, hafa þau mistök orðið, að tveir menn eru þar rangnefndir.
Fyrsti maður frá vinstri er Þorsteinn Einarsson, síðar bóndi á
Höfðabrekku í Mýrdal, d. 17. 12. 1965. Fimmti maður frá vinstri
cr Bergsteinn Sigurðsson frá Dvrhólum, dáinn í Englandi í nánd
síðari heimsstvrjaldar. Einar Erlendsson í Vík og Bergsteinn voru
bræðrasynir.
82
Goöasteiwi