Goðasteinn - 01.03.1972, Page 85

Goðasteinn - 01.03.1972, Page 85
Þórður Tómasson: Skyggnzt um bekki í byggðasafni XXI Skyrkyrna írá Skála Kveikja þessa þáttar er skyrkyrna í Skógasafni, komin frá Yzta-Skála undir Eyjafjöllum. Ég ætla það hafi verið 5. maí 1950, sem ég kom sem oftar í suðurbæinn á Skála, til Gísla Jóns- sonar og Sigríðar Jónsdóttur konu hans, alþekkt myndarheimili á gömlum merg, því þar hefur sama ætt ráðið húsum í marga ætt- liði. Fengsæl varð förin, því frá Skála fylgdi mér þá skyrkyrna, sem búin var að þjóna búi um 120 ár. Skýrt letrað ártal á botni, 1826, bar því bezt vitni, og það gefur gripnum virðingu umfrain aðrar skyrkyrnur landsins. Ég nota hér orðið skyrkyrna, og víst er það réttnefni, en þó er það svo, að fá íslenzk mjólkurílát hafa gengið undir fleiri starfs- heitum en skyrkyrnur og vafalaust öll réttnefni. Á æskuheimili mínu í Valinatúni undir Eyjafjöllum heyrði ég jöfnum höndum talað um skyrkyrnu, hleypiskyrnu og þélkyrnu, og líklega átti síðasta orðið sér mcsta hefð í gömlu máli. Frá öðrum byggðum þekkjast orðin skyrskjóla, skyrkolla, skyrbyða, skyrkerald, upp- hleypukerald og uppgerðarkerald og munu þó ckki öll kurl kom- in til grafar. Mesta og fjölbreyttasta orðasafn íslenzkra búsáhalda frá gam- Goðasteinn 83

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.