Goðasteinn - 01.03.1972, Side 87

Goðasteinn - 01.03.1972, Side 87
trégirt, fulltrúi Mýrdalssmiða. Aðrar skyrkyrnur Skógasafns eru yngri, frá lokum 19. aldar og byrjun 20. aldar. Allar eru þær járngirtar. Og þá kem ég aftur að Skálakyrnunni. Höfuðeinkcnni hennar er það að vera víðari við botn cn op, líkt og gerist um gömul ker og gamla sái. Hún er 30,5 cm á hæð, þvermál botns að utanmáli 34 cm, þvcrmál ops 31,8 cm. Hæð stafa að innan, frá brotni, er 28 cm. Smíðaefnið er fura. Stafir eru alls 17, mismun- andi breiðir. Þeir eru allir blindingaðir saman. Botn er gerður úr þremur fjölum, sem einnig eru blindingaðar saman. Slit áranna hefur nú eytt svo innra borði viða, að víðast sér til blindinga. Mjólkursteinn hefur hert viðinn til muna og sums staðar litað hann ljósan. Kyrnan er lögguð með gömlum hætti, löggin eða laggarskoran jafnbreið botnþykkt. Var þá einlaggað sem kallað er. Kyrnan er til muna iaggarbrotin og nú vart lagarheld, þótt reynt væri að afgisa hana. Ekki sjást þess merki, að kyrnan hafi verið með eyrum til halds fyrir hlemm, en þó kynnu þau að hafa verið söguð af henni fyrir eina tíð. Enginn hlemmur fylgdi henni til safnsins. Síðast var kyrnan með tveimur trégjörðum, en sjá mátti, að hún hafði verið með fjórum gjörðum í upphafi vega, laggargjörð, brúngjörð og tveimur miðgjörðum. Brúngjörð og laggargjörð voru glataðar. Síðast hafði kyrnan verið með laggargjörð úr járni, og var viðurinn mjög ryðtekinn og skemmdur eftir hana. Gjarðirnar gömlu eru úr furu (girðisvið) og festar saman með fornum hætti, hnitaðar með eirsaumi og oddarær úr eir til festingar endum. Innan á aðra miðgjörð var felldur á kafla girðisspónn, gerður ti! þess, að gjörðin félli betur að stöfum á réttum stað. Við innþornun viðar urðu gjarðir of rúmar. Neðri miðgjörð er nú laggargjörð, en gömul, aðfengin trégjörð er nú brúngjörð. Ekki hefur kyrnan tekið með góðu móti öllu rneira en 20 1 af mjólk, sem virðist í minna lagi fvrir gott bú eftir fráfærur, en hér ber að gæta þess, að öli heimili áttu tvær eða fleiri skyrkyrnur. Ncðan á botn kvrnunnar er letrað stórurn stöfum ártalið 1826, Goðasteinn 85

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.