Goðasteinn - 01.03.1972, Side 90
Á botni skyrkyrnunnar sat jafnan svolítil skyrkúla, sem alltaf
var haldið sér. Hún gekk undir ýmsum nöfnum eftir landshlut-
um. Algengt nafn á henni á Suðurlandi var þéljakúla eða gráða-
kúla. Austfirðingar nefndu þetta skyrrass. Hjá Hornfirðingum
þekkist nafnið úrsíll. Þéljakúlan var venjulega sett í hundsdallinn
eða kálfadallinn.
Hirðing skyrkyrnu varð að vera í góðu lagi ekki síður en
annarra mjólkuríláta. Hún var fyrst skoluð og síðan þvegin vand-
lega, og í dag vitnar máð og slitið tré hennar um melþvöguna,
sem notuð var við þvottinn. f góðu veðri var hún sett um stund
móti sólu eða vindi upp á gluggadekk eða annars staðar utan
við hús, nógu lengi til þess, að yzta borð viðarins þornaði. Og
þá er líklega nóg komið af fróðleik um gömlu Skálakyrnuna og
starf hennar, því þetta átti aldrei að vera allur fróðleikur um það,
hvernig mjólk var komið í mat.
ANDSVAR
Guðmundur frá Nýjabæ í Meðallandi, auknefndur kíkir, gisti
á bæ i Meðallandi. Hann ræddi við heimilisfólkið í baðstofunni,
er allir voru lagztir til hvíldar, og beindi einkum máli sínu til
hjónanna, er hann mat mikils. Um það bil, er þeim hvarf minni,
beindi Guðmundur til þeirra þessari spurningu: „Var hún mikil
kona hún Rannveig á Leiðvelli?" Bið varð á svari, en gamall
maður hljóp í skarð hjóna og svaraði: ,,Ég veit ekki, hvort hún
var mikil kona, en hún var góð kona.“ Guðmundi þótti svarið
koma úr skökkum stað og svaraði snöggsinnis: ,,Ég var ekki að
tala við þig, ekkert veizt þú! Ég var að tala við hjónin hérna,
þau cru vitur!“
88
Goðasteimi