Goðasteinn - 01.03.1973, Page 5
Þorleifur Jóakimsson fackson:
íslenzkar sagnir
Minningar úr Hjaltastaðaþinghá 1851- 1876
Heimilda um íslenzka þióðhcetti er víða að leita, og margar
þeirra eru utan við alfaraveg, ef svo mœtti segja. íslendingar í
Ameríku hafa þar lagt mikið af mörkum svo sem sjd má af
blöðum þeirra, tímaritum og bókum. Drjúgur hluti þess er lokaður
fjársjóður almennum lesendum á íslandi, og mikinn tíma tæki
að leita það allt uppi í bókasöfnum. Tveir austfirzkir menn hafa
samið merkastar þjóðháttaritgerðir í Ameríku, þeir Þorleifur
Jóakimsson frá Kóreksstaðagerði í Hjaltastaðaþinghá og Árni
Sigurðsson frá Fagradal í Breiðdal o. v. Ritgerð Árna nefnist:
,,í Breiðdal fyrir sextíu árum“ og er náma að fróðleik. Hún var
endurprentuð í Breiðdœlu, Rvk. 1948. Ritgerð Þorleifs stendur
ncerri henni að gildi. Hún birtist i Heimskringlu, Kanadablaðinu
góðkunna, árið 1914.
Goðasteinn lítur ekki sérstakLega á sig sem tímarit Rangœinga
og Skaftfellinga, þótt þeim eigi hann ekki hvað sízt Lif að þakka.
Allt gott efni er honum kcerkomið, hvaðan sem er af landinu.
Lesendur hans munu áreiðanlega kunna vel að ttieta áðurnefnda
ritgerð Þorleifs fóakimssonar, sem hér birtist. Fæstum þeirra mun
hún áður kunn. Mönnum, sem fást við rannsókn íslenzkra þjóð-
hátta, er hún guLls i gildi.
Þorleifur fóakimsson var fæddur 13. sept. 1847. Til Ameríku
flutti hann 1876 og átti heimili í Kanada tiL dánardœgurs 21. júní
1923. Fyrri kona hans var Anna Sigríður Árnadóttir, Sveinssonar
Goðasteinn
3