Goðasteinn - 01.03.1973, Side 6
prests í Berufirði. Seinni kona hans var (1883) Guðrún Jónsdóttir
frá Urðarteigi. Voru dætur þeirra þrjár, Anna Sigríður, Ragnhild-
ur og Þorstina Sigríður.
Þorleifur tók sér í Kanada œttarnafnið Jackson. Hann fékkst
mjög við frœðistörf og skrifaði m. a. þrjár bœkur um landnám
Islendinga í Kanada og safnaði til hinnar þriðju. Um œtt Þorleifs
o. fl. má vísa til hins gagnmerka œttfrœðirits sr. Einars Jónssonar
á Hofi: Ættir Austfirðinga, í útgáfu Austfirðingafélagsins i
Reykjavík.
1 þessari endurprentun eru nokkur atriði felld úr ritgerð Þor-
leifs. Ber þar helzt að geta um efnisútdrætti úr Gunnars sögu
Þiðrandabana og Fljótsdœlu. Nú eru 50 ár liðin frá andláti Þor-
leifs ]. Jackson. Islenzk frœði standa i mikilli þakkarskuld við
hann. Birting ritgerðar loans hér ætti að verða til nokkurs góðs
þeim, sem vhma að rannsókn íslenzkra þjóðhátta. Mönnum, sem
vita vilja nánari skil á ýmsu, sem hér er sagt frá, ekk.i sízt á sviði
mannfræði, skal m. a. bent á Islenzkar œviskrár I-V og Ættir
Austfirðinga, sem áður um getur.
HRINGINN I KRINGUM HJALTASTAÐAÞINGHÁ
Hjaltastaðaþinghá, sem í Árbókum Espólíns oftast er kölluð
Útmannasveit, liggur frá Eiðaþinghá að sunnan norður að Hcraðs-
flóa. Vestan við hana er Lagarfljót en að austan fjalljöklaröð á
milli Borgarfjarðar og Héraðs. Sveitin telst því yzta næst sjó og
austasta í Fljótsdalshéraði.1)
Ef maður stóð á hálendisbrún beint vestur af Ketilsstöðum,
syðsta bæ af vestustu bæjarröðinni í Hjaltastaðaþinghá, þá eygði
maður það mikilfenglega Lagarfljót. Þjóðsagnir sögðu, að í því
byggju þrjár ófreskjur: ormur, skata og selur. Um uppruna orms-
ins var sú saga sögð, að stúlka hefði staðið á fijótsbakkanum.
L Hér fylgi ég höfuðáttunum, það var vanalega í sveitinni ekki talað um
ncma tvær áttir og þær gagnstæðar hvor annarri, austur og norður. Kallað
var úteftir, scm horfði til norðurs mót sjó, norður til vesturs inneftir og
frameftir í landsuður.
4
Goðasteinn