Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 10

Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 10
gæti gjört sjónhverfingar og sýnt ýms fyrirbrigði, og þess vegna mynduðust ýmsar sögur af honum. Eitt sinn hafði stúlka, sem var á ferð, gist náttlangt í Húsey um sumartíma. Hún ætlaði austur að Hóli, austur fyrir Lagar- fljót. Óþerrir hafði gengið um tíma, svo mikil taða lá á túni í Húsey. Það leit út fyrir góðan þerri um morguninn, þegar stúlkan ætlaði að leggja á stað. Guðmundur bað hana að vera hjá sér um daginn og hjálpa til við töðuna, en stúlkan neitaði og lagði á stað. Þegar hún var komin spölkorn austur á eyna, skall á glóru- laus þoka, svo stúlkan var að villast allan daginn um eyna og kom um kvöldið aftur að Húsey. f öðru sinni bað ferðamaður um næturgistingu í Húsey og ætlaði inn að Kirkjubæ næsta dag, sem var sunnudagur, og ætlaði að vera þar við messu. Maðurinn var látinn sofa í úthýsi. Honum þótti nóttin nokkuð löng, vaknaði af og til og alltaf var myrkur. Loksins birti, og þá kom Guðmundur og sagði mann- inum, að honum væri mál að fara að klæða sig. Maðurinn sagðist hafa haldið, að þessi blessuð nótt ætlaði aldrei að líða. Hann klæddist fljótlega og lagði á stað en furðaði mjög, þegar hann sá fólk vera að vinna á leiðinni inn að Kirkjubæ. Hann spurði, hvort fólk ætlaði ekki til lcirkju. Var honum þá sagt hann væri orðinn dagavilltur, það væri mánudagur. Sá þá maðurinn, að Guðmundur hafði haldið honum inni í 3 dægur, byrgt fyrir gluggann á svefn- húsinu, svo enga birtu lagði inn. Guðmundur átti eina dóttur barna, sem upp komst. Hún giftist Árna Scheving Stefánssyni prests í Presthólum. Þeirra dóttir, Sigríður, giftist Þorgrími Péturssyni frá Hákonarstöðum á Jökulsdal. Einn af sonum þeirra var Árni faðir Árna bónda á Grund við Hensel, Norður-Dakota og Jónatans bónda að Akra í Norður-Dakota. Árni Scheving bjó í Húsey eftir Guðmund, hafði svo bústaða- skipti við Magnús Jónsson bónda á Kóreksstöðum í Hjaltastaða- þinghá. Svo bjó Magnús í Húsey þar til sonur hans, Halldór, tók við búi, sem bjó þar til 1869, að hann flutti að Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá. Þá flutti að Húsey Magnús sonur Magnúsar prests Bergssonar frá Kirkjubæ. Kona Magnúsar var dóttir Jóns Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.