Goðasteinn - 01.03.1973, Side 11

Goðasteinn - 01.03.1973, Side 11
prests Hávarðssonar, seinast í Eydölum. Þeirra son Magnús kenn- ari við Gustavus Adolphus háskóla í Minnesota. AUSTUR HÉRAÐSSANDA Nú hugsa ég mér ferðamann fara austur fyrir Lagarfljót og halda austur Héraðssandana. Ströndin meðfram Héraðsflóanum var ein sandauðn, og þó sú sandströnd væri ekki björguleg á að líta, kom það þó fyrir, að maður sá á henni mikið bjargræði, sem öldur hafsins skoluðu á land upp. Mikið af tráviðarbjálkum rak oft upp á sandana, og var það mikið hagræði fyrir þá bændur, scm rekarétt höfðu. Vanalega var gengið á sandana cftir norðanveður, og fannst þá oft mikill trjáviður rckinn, og þá, þegar hvali rak, flaug hvalsagan. Menn gjörðu sér það að skyldu í Hjaltastaðaþinghá að flytja hvalfréttina bæ frá bæ og svo barst fréttin fljótlega til næstu sveita, og tiltölulega eftir lít- inn tíma var mikill mannfjöldi kominn á hvalstöðina. Þeir, sem fyrst komu, fengu vinnu við að skera upp hvalinn og fengu svo skurðarhiut, en hinir, sem seinna komu, keyptu, og alltai; voru menn að koma, meðan nokkuð var eftir af hvalnum. Tvo stórhvali rak á Héraðssandana í minni tíð á íslandi, þann fyrri 1861 á Sandbrekkusand. Þann hval átti Björg Guttorms- dóttir prófasts Þorsteinssonar frá Hofi í Vopnafirði. Umboðs- maður hennar var skáldið Páll Ólafsson á Hallfreðarstöðum. Hinn hvalinn rak á Eiðasand 1864. Jónatan Pétursson bóndi á Eiðum og eigandi Eiðastóls átti hvalinn. Hann sendi son sinn, Jónatan yngri, norður á sand til að hafa umsjón yfir hvalnum. Árið 1868, seint um haust rak 60 smáhvali, sem hnýðingar eru kallaðir, á þessar sandbrekkur, Gagnstaðasand einna flesta, Kóreksstaðasand, Sandbrekkusand og Hrafnabjargasand. Einna mestur mannfjöldi sást þá á söndum. Kjötið af smáhvöium þess- um var viðfelldnast til manneldis, fíngerðara en stórhvalakjöt og þurfti minni suðu. En óþægilegur flutningur voru hvalstykkin, raufar skornar í þau og hengt svo á klvfberaklakkana á hestunum. JÓN SIGURÐSSON BÓNDI I NJARÐVÍK Jón Sigurðsson í Njarðvík mun hafa verið fæddur í Hólshjá- Goðasteum 9

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.