Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 12

Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 12
leigu í Hjaltastaðaþinghá. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson og Kristín María Sigfúsdóttir prests að Ási í Fellum, Guðmunds- sonar. En faðir Sigurðar var Jón prestur Brynjólfsson á Eiðum. Kona hans var Ingibjörg Sigurðardóttir, Eyjólfssonar. Móðir hennar Bóel dóttir Jens Víums sýslumanns í Múlaþingi. Á lát Jóns prests Brynjólfssonar minnist Espólín í næst síðustu árbók- ardeild sinni þannig: ,,Þá andaðist Jón prestur Brynjólfsson á Eiðum. Hafði hann á síðustu árum sínum þolað mikla hrakninga af Hermanni Jónssvni í Firði í Mjóafirði, er þar bjó og var hrokkur mikill.“ Af Jóni presti og konu hans er mikill ættbálkut kominn á Austfjörðum og fjöldi af því fólki komið til Ameríku. Allflestir í ætt þeirri hafa verið gáfaðir, margir hagorðir. Jón Sigurðsson ólst upp í æsku í Hólshjáleigu en fluttist til Njarðvíkur, þegar faðir hans hafði bústaðaskipti við Gísla Gísla- son bónda í Njarðvík. Hann var vel sjálfmenntaður maður, þeg- ar haft er tillit til þess, hve lítið tækifæri þeir höfðu til að menntast, sem uxu upp framan af 19. öld á íslandi. Hann skildi og las danska og þýzka tungu, þar að auki var hann vel að sér í sagnfræði og fornfræði, líka með ættfróðari mönnum og einnig vel hagorður, var nokkuð Eddukveðið hjá honum. Þó ekki væri langt á milli okkar, varla nema hálf dagleið, sá ég hann þó ekki nema tvisvar, og sá ég eftir því seinna, því hann hefði getað frætt sig um ýmislegt úr fornfræði ef ég hefði spurt hann, sem mér hefði komið vel við ritgjörð þessa. Ég heimsótti hann nær árslokum 1864, og var ég þá 17 ára gamall. Ég hafði mikla ánægju af að tala við hann. Hann var að segja mér úr Frakklandssögu, stjórnarbyltingunni mildu og af Napóleon Bóna- parta. Hann mundi vel Napóleons ófriðinn, því Jón mun hafa vcrið fæddur nærri aldamótunum 1800. Næst kom ég til hans að áliðnum vetri 1876, seinasta árið, sem ég var heima. Jón Pétursson yfirdómari í Reykjavík hafði bréfaskipti við Jón í Njarðvík, fékk hjá honum upplýsingar um ættir á Austfjörðum. Annar maður var, sem leitaði stundum til Jóns með ættartölur, hinn alkunni merkisprestur síra Sigurður Gunnarsson, fyrst prest- ur á Desjamýri, þá sóknarprestur Jóns, en flutti að Hallormsstað 1862 og varð þar prófastur í Suður-Múlasýslu, dáinn 1878. 10 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.