Goðasteinn - 01.03.1973, Page 31
KÓREKSSTAÐIR
Kóreksstaðir eru spölkorn fyrir austan Njarðvík. Sögulegur
viðburður frá fornöldinni er tengdur við Kóreksstaði, það er
bardaginn í Njarðvík, sem þeir féllu í Ketill þrymur hinn yngri
bóndi í Njarðvík og Þiðrandi Geitisson systurson Kctils og fóst-
ursonur. En bardaginn í Njarðvík var nærri árinu 990. Tveir af
sonum hans voru í bardaganum, Gunnsteinn og Þorkell.
Klettur mikill er fyrir norðaustan Kóreksstaði, sem kallast
Vígi. Uppi á klettinum er sagt, að Kórekur hafi verið drepinn
og heygður þar. Jarðflötur er uppi á klettinum, kúpumyndaður.
Þúfa sást í miðjum fletinum. Svo sagði frá Jón Sigurðsson í
Njarðvík, að á æskuárum hans hefði verið grafið í þúfuna og
hefðu þar þú fundizt leifar eftir sverð. En ekki fundust nein
mannabein, hefir líklegast ekki verið grafið nógu djúpt. Klettur-
inn stendur þarna stakur, og hefir víða hrapað grjót úr honum,
sem sýnir, að í fornöld hefir verið hægt að komast upp á hann
víðar en í einum stað, því annars hefði Kórekur sótzt seint þar
uppi. Munnmælin sögðu, að það hefðu verið tveir menn, sem
drápu Kórek og hefðu heitir Ásmundur og Ásbjörn, og Kórekur
hefði verið staddur uppi á klettinum til að líta yfir engjar sínar.
1 minni tíð var ekki hægt að komast upp á Vígið nema í einum
stað, suðvestan að því. Við smásveinar lékum okkur oft að því
að klifra þar upp og skemmtum okkur vel.
Kóreksstaðir eru bezta heyskaparjörð í Hjaltastaðaþinghá og
heygæðin eftir því. Engjar eru þar nærri óuppvinnanlegar og
víðast hvar svo lagaðar, að mætti koma við sláttuvél. En galli var
á í minni tíð og mun vera enn, að á, sem kemur sunnan úr byggð
og rennur í gegnum engjarnar í mörgum krókum og fer þar
mjókkandi, flæddi upp, þegar rigningar höfðu lengi gengið, svo
engjarnar urðu allar yfirflotnar vatni og voru einsog sjávarhaf
yfir að líta. Flóðið náði alveg heim að túninu á Kóreksstöðum
og hjálendunni, Kóreksstaðagerði. Hey, sem var á engjunum,
bæði flatt og í hraukum, hrakti víðsvegar og varð allt gegnum
gengið af leir, og þó það væri brúkað til fóðurs, þá var það
óætt. Þessir flóð komu tvisvar fyrir í minni tíð, árin 1860 og 1863.
Goðasteinn
29