Goðasteinn - 01.03.1973, Page 32

Goðasteinn - 01.03.1973, Page 32
Útsýni cr fagurt að líta á Kóreksstöðum norður og austur. En framundan bænum í suðaustur átt er það ljótara, láglendismýri. Er þar kölluð Ófærumýri, varla fær nema gangandi manni. Handan við hana hækkar land, þegar dregur nær Kóreksstaða- gerði. Landfláki mikil liggur undir jörðina til suðurs og suð- austurs, bæði heimahagi, fjalllendi og afréttarland. Kóreksstaðir voru í minni tíð fátækrajörð, bóndinn þurfti ekki að gjalda aðra ábúðarleigu en halda hreppsómaga, barn eða gamalmenni, og stundum var ómaginn vel matvinnungur og vann allt hvað hann gat, og svo fékk bóndinn landsleigu af hjálendunni, Kóreksstaðagerði. Á Kóreksstöðum bjó framan af 19. öld Jón Þorsteinsson vef- ari, bróðir Hjörleifs prests á Hjaltastað, og þar á eftir Jón Jóns- son frá Sandbrekku, Bergþórssonar. Kona hans var Halla dóttir Jóns vefara. Og svo bjó þar Magnús bróðir Jóns og svo Árni Scheving Stefánsson. Árið 1854 flutti búferlum að Kóreksstöð- um Sveinn Jónsson frá Tjarnalandi. Hann var sonur Jóns Sig- urðssonar á Skjöldólfsstöðum. Sveinn var lítill vexti en þrekinn, var sterkur og harðfengur, fámáll og hygginn. Hann var vel lag- inn til að segja börnum til í lærdómskveri þeirra, og var börn- um oft komið fvrir hjá honum til lærdóms, sem tornæm voru. Kona Sveins var Guðlaug Jóhannesdóttir frá Fjallseli. Hún var önduð, þegar hann flutti að Kóreksstöðum. Börn þeirra voru: Jóhannes, Guðlaugur og Guðmundur, Guðrún, Anna, Aðalbjörg, Kristín og Salný. Jóhannes tók við búi á Kóreksstöðum af föður sínum 1862. Kona hans var Soffía Vilhjálmsdóttir frá Hjalta- stöðum, Árnasonar og Guðnýjar Gunnarsdóttur frá Ási í Keldu- hverfi, Þorsteinssonar prests á Eyjadalsá. Synir þeirra voru Vil- hjálmur, Sveinn, Gunnar og Guðjón. Jóhannes Sveinsson var hár og þrckinn, með mikinn herðahring, afar sterkur, og mun hann hafa gengið næst Birni Eiríkssyni í Dölum að afli. Að auki þeirra tveggja, sem taldir hafa verið sem sterkastir menn í Hjaltastaðaþinghá, voru fleiri kraftamenn í sveitinni, harðfengir við átök, svo sem þeir Klúkubræður, sem áður er getið, og Runólfur Pétursson á Hrollaugsstöðum og Þorkell Hannesson, 30 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.