Goðasteinn - 01.03.1973, Page 33
sonur Hannesar Geirmundssonar, sem eitt sinn bjó á Ásgríms-
stöðum, og Guðríðar Þorkelsdóttur frá Gagnstöð.
Jóhannes Sveinsson var allvel greindur og upplýstur. Hann var
stundum snöggur í viðmóti en var samt góðmenni og vel kynntur.
Hann lézt fyrir 9 árum síðan í Blaine.
Guðlaugur Sveinsson lærði jarðyrkju, sem kallað var, og var
bókhneigður maður. Hann bjó á Refsmýri í Fellum. Hans kona
var Guðný dóttir Jóns bónda á Refsmýri og Guðbjargar Sigfús-
dóttur prests að Ási í Fellum, Guðmundssonar. Guðlaugur and-
aðist um fertugt að aldri.
Guðmundur Sveinsson bjó lengi í Fjallseli, síðan á Fossvöllum
í Jökulsárhlíð. Hann flutti til Ameríku 1875, var einn af frum-
byggjum Nýja Islands, látinn fyrir mörgum árum.
KÓREKSSTAÐAGERÐI
Nú er ég í ritgjörð þessari kominn á æskustöðvar mínar,
Kóreksstaðagerði, þar sem ég var fæddur 13. sept. 1847. Ég
var þar, þar til ég var 26 ára gamall, fór þaðan að Úlfsstöðum
í Loðmundarfirði vorið 1874 og var svo síðasta árið, sem ég
var á íslandi, í Dölum, næsta bæ við Kóreksstaðagerði til austurs.
Ég tel, að ég geymi endurminningu frá árinu 1851, þegar ég
var fjögra ára gamall. Börn muna vanalega eftir fáu, sem við
bar, þegar þau voru á þeim aldri, nema ef það hefir verið
eitthvað, sem hafði áhrif á þau til ótta, undrunar eða gleði. Þó
gat það nú varla heitið, að það væri nokkuð þessháttar, sem ég
man eftir. Það var um sumartíma á útengjaslætti, að ég man, að
ég húkti á brunnhversbarmi fyrir neðan bæjarhlaðvarpann í
Kórcksstaðagerði. Brunnurinn var sjálfgjör af náttúrunni, svo
barmarnir voru sléttir við hann. Ég hélt á skaftlausri ausu og
va'r að leika mér að sökkva vatni í hana. Ég var að því þar til
ég stakkst á höfuðið í brunninn. Foreldrar mínir voru að hey
vinnu þar skammt frá. Móðir mín gætti að, þegar ég hvarf, og
hljóp til brunnsins og náði mér um leið og ég var að sökkva
eða öllu heldur, þegar mér hefir skotið upp, einsog sagt er, að
mönnum gjöri, þegar þeir falla í vatn. Hún bar mig inn í bæjar-
göng, klæddi mig úr fötunum og lagði mig þannig niður, að
Goðasteinn
31