Goðasteinn - 01.03.1973, Page 37

Goðasteinn - 01.03.1973, Page 37
Jón R. Hjálmarsson: íslenzk kirkja í öndverðu Það, sem mesta furðu vekur í sambandi við kristnitöku Islend- inga, er hversu skyndilega hún gerðist og hversu friðsamlega hún fór fram. Slíkt er einsdæmi i sögunni. Vcnjulega voru átökin hörð milli hins forna siðar og kristninnar. Kristnin leitaði á löngum tíma æ dýpra inn í hin heiðnu þjóðfélög og sýrði hugi manna. Ötulir trúboðar sóttu fram og brutu æ stærri skörð í hinn heiðna múr. Konungar og keisarar beittu vopnum og valdaboðum til eflingar hinum nýja sið, og kristnin vann á, þótt seint sæktist oft á tíðum, og trúboðið tæki langan tíma. En á íslandi gerist kristnitakan með þeim hætti, að maður staldrar ósjálfrátt við og hugleiðir, hvað geti valdið þessum snöggu sinnaskiptum. Ekki er því fyrir að fara, að jarðvegurinn væri vel undirbúinn um langt skcið, áður en lögsögumannsúrskurð- ur Þorgeirs Ljósvetningagoða- á alþingi, 24. júní, árið 1000, kvæði svo á, að „allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka“ (Ari). Eitthvað hafði alltaf verið kristinna manna í landinu, en þeir voru fáir og áhrifa þeirra gætti lítið. Hefur þeim og sennilega frcmur fækkað en fjölgað, er landnámsöldin var liðin, og hið forna höfðingjalýðveldi, sem að mörgu leyti ber að skoða sem einskonar trúríki, var komið í fastar skorður. Trúboð það, sem rekið var tvo síðustu tugi 10. aldarinnar, var ekki sérlega veiga- mikið. Fyrstu trúboðarnir, Þorvaldur Konráðsson, íslenzkur mað- Goðasteinn 35

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.