Goðasteinn - 01.03.1973, Page 42

Goðasteinn - 01.03.1973, Page 42
En kristni sú, sem var hér lögtekin árið 1000, var aðeins að nafninu til hjá mörgum. Engar líkur eru til, að menn hafi tekið nokkrum sinnaskiptum við skírnina, sem þeir urðu nú að taka nauðugir viljugir. Ólafur konungur féll sama sumar og kristnin var lögtekin og ekki varð því um að ræða framhald á eflingu kristninnar hér fremur en í Noregi í tíð Eiríks jarls Hákonarsonar. Gera má þó ráð fyrir, að hofin hafi lagzt af eða að höfðingjar hafi notað þau sem kirkjur eða þá reist kirkju í stað hofa. Prestar hafa verið fáir og flestir útlendir. Snorri og Kristnisaga geta um Þormóð prest, sem konungur hafi fengið þeim Gissuri og Hjalta, og söng hann messu þar á alþingi og er messunni var lokið, gengu þeir til Lögbergs og höfðu krossa tvo, þar voru sjö menn skrýddir. Þessir skrýddu menn hljóta að hafa verið prestar, vafalaust út- lendir, sem konungur hefur sent. En er Ólafur Haraldsson var konungur orðinn í Noregi 1015, fór hann strax að láta sig kristni hér máli skipta og fékk t. d. nokkra höfðingja þegar 1016 til að nema úr lögum þær ívilnanir, sem heiðnir menn höfðu fengið við kristnitökuna. Þá sendi hann íslendingum kirkjuvið og klukku. Var kirkja sú reist á Þingvöllum. Einnig sendi Ólafur hingað hirðbiskup sinn, Bjarnharð hinn bókvísa Vilráðsson, enskan mann, til að leiðbeina um trú og kirkjumál. Hann dvaldist hér 5 ár, 1016-1021. Varð síðar biskup í Seljum. Áður en biskup kom út, á að hafa dvalizt hér biskup að nafni Regenbrecht og predikað, en ekki er annað um hann vitað. Þá kom eftir Bjarnharð norrænn biskup, Kolur, hann dvaldist með Halli í Haukadal, en andaðist brátt og var grafinn að Skál- holti. Þá kom Róðólfur biskup, sennilega enskur. Hann var sendur af Liovizo erkibiskupi í Bremen og dvaldist hér 1030-1049, lengst af að Bæ í Borgarfirði. Af heimildum er svo að sjá, að hann hafi stofnað þar einhvern vísi að klaustri. Síðar varð Róð- ólfur ábóti í Abbingdon. Jón írski og Hinrik biskupar, er báðir komu hingað frá Orkneyjum, voru hér stutt. Dvöldust þeir sunn- anlands sem og allir áðurgreindir biskupar. En Bjarnharður hinn saxneski, sem hér dvaldist í 19 ár, 1048-1067, starfaði norðan- lands. Síðari hluta dvalar sinnar hér, var hann samtíða ísleifi biskupi. Um daga ísleifs komu fleiri biskupar þ. á m. ermskir, 40 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.