Goðasteinn - 01.03.1973, Page 54

Goðasteinn - 01.03.1973, Page 54
árangur." Um mig fór nístandi kvöl, hvernig myndu þau nú taka þessari harmafregn, blessuð hjónin? Ég gat ekkert sagt, það var til einskis að ræða þessi mál. Og pabbi fór út að Grund. Hann drap þar á dyr. Það marr- aði í hurðinni um leið og hún féll frá stöfum. Hjónin voru að drekka hádegiskaffið. Þau hrukku við og bognuðu eilítið í baki, er þau sáu, að presturinn var kominn, þeim bauð í grun, að nú væri sorgin á ferð. ,,Ég kem, kæru vinir mínir, til að flytja ykkur harmafregn“, sagði pabbi. „Báturinn, sem hann Guðmundur son- ur ykkar réðist á, er talinn af, hann hafði lokið við að leggja línuna, síðan hafa sjómenn í Eyjum ekki orðið hans varir.“ Það varð andartaksþögn, og stór tár hrukku af fallegu, brúnu augun- um hennar Sigurbjargar, en Sigurður bóndi blés þungt í skeggið. Sigurbjörg þurrkaði tárin burt með svuntuhorninu sínu og mælti: ,,Já, prestur minn, það var víst, að margur myndi gista hina votu gröf eftir slíkt voðaveður, en Drottinn gaf og Drottinn tók. Lofað veri hans blessaða nafn fyrir þá dýrmætu gjöf, er við hlutum með þessum efnilega syni.“ Þarna varð faðir minn vottur að hetjulund og trúarþreki sóknarbarna sinna. Á þessu heimili var svo haldið á ný til daglegra starfa og eng- in æðra eða víl sjáanleg. En sonurinn kom aldrei aftur. Bátar frá Eyjum héldu áfram að leita, og varðskipið okkar, sem þá var danskt og hét Fylla, fór um sjóinn með stórum, lýsandi kastljós- um. Þá var það í fyrsta sinni, er ég sá birtu þeirra í nálægð við mig. Allt umhverfi, upp á hæstu fjallatoppa varð skyndilega uppljómað. Skipið hafði beint leitarljósunum upp að ströndinni ef ske kynni, að þar væri eitthvað á reki. Nú, svona voru þá þessi rafljós skínandi björt, hugsaði ég, en var þó ekki sátt við þau. f leiftri þeirra voru boð um harmleik, er öll sveitin tók þátt í. Það var einmitt sami beygur, sem ég fann í leiftri vitans, skildi þá heldur ekki réttilega, að hann var boðberi lífsins, bægði hættunni frá sjómönnunum. Þannig skullu boðar sorgar á sveitinni minni. Sigurbjörg og Sigurður á Syðstu-Grund eignuðust mörg efnileg börn og komu þeim með sóma vel til þroska. Frá þessum hjónum er kominn mikill, góður og myndarlegur ættleggur. Þau kvöddu svo þetta 52 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.