Goðasteinn - 01.03.1973, Side 59
Ekki stóð á því hjá Eyjólfi, þótt öll athyglin virtist bundin við
smíðatól snikkarans.
Eyjólfur giftist 1895 frænku sinni, Ólöfu Birgit Finnsdóttur frá
Álftagróf. Voru dætur þeirra tvær, Guðrún og Guðfinna Elín
Jóna.
Heimili þcirra hjóna í Keldudal og Fjósurn var alla tíð athvacf
sveitunga þeirra, sem cinhverra úrræða þurftu með á sviði smíða.
Sumir smíðisgripir Eyjólfs bárust cinnig langt út fyrir takmörk
sveitar hans. Minnist ég þess, að frænka hans, Þuríður Jónsdóttir
ijósmóðir í Hvammi undir Eyjafjöllum, spann mikið og vel á
rokk eftir Eyjólf í Fjósum og mat hann mikils. Sá rokkur er nú
í eigu sonardóttur hennar og nöfnu í Reykjavík. í Hamragörðum
undir Eyjafjöllum fékk ég eirketil eftir Eyjólf í Fjósum.
Alhliða smíði á tré og málm fór fram í smiðju og smíðahúsi
Eyjólfs. Fleiri komu þar við sögu á scinni árum en hann. Pétur
Jakobsson, sem nú er bóndi á Rauðhálsi, kom að Fjósum 14 ára
(f. 1897) og var þar til 1933. Hann ólst því upp með smíðum
Eyjóifs og lærði af þeim. Frá hendi hans komu þá m. a. brenni-
mörk mörg og fiskiönglar ágætlega gcrðir.
Jóna dóttir Eyjólfs var orðlagður listasmiður, svo fjölhæf og
snjöll, að hún smíðaði signet og gróf eigi miður en lærðir letur-
grafarar. I gjöf Guðrúnar var m. a. ýmis smíði Jónu, signet, silf-
urpeningur skrevttur og letraður og síldarmót notuð við öngla-
smíði. 1 Fjósaönglum, sem enn eru til í Mýrdal, mun nú vant
að segja, hvað er smíði Eyjólfs og hvað er smíði nema hans,
Jónu og Péturs. Jóna frá Fjósum dó í Vestmannaeyjum 1964.
Af smíði Eyjólfs, sem enn er til, má nefna auk rokka og eir-
katla t. d. reizlur frábærlega vel gerðar. Smíðaáhöld Eyjólfs eru
nokkur til enn. I Skógasafni eru varðveittar skipaklemmur hans
og lóðbretti sjaldgæft og merkilegt, notað jöfnum höndum við
smíði skipa og húsa. í sama safni er einnig hefilbekkur Eyjólfs
og smiðjusveif. Rennibekkur Eyjólfs hefur geymzt á Rauðhálsi.
Hann var áður í eigu snillingsins Bjarna Bjarnasonar á Kirkju-
landi í Landcyjum. Eyjólfur í Fjósum dó 22. des. 1938.
Vasahnífur Eyjólfs í Fjósum, sem Guðrún dóttir hans gaf
byggðasafninu í Skógum til varðveizlu, er gott dæmi þess, hversu
Goðasteinn
57