Goðasteinn - 01.03.1973, Side 62

Goðasteinn - 01.03.1973, Side 62
Smalinn i Möðrudal „Vandaðan smalann velja skal, vitran hal og merkan“ segir Sigurður Guðmundsson á Heiði í Gönguskörðum og spegla orðin gildi smalans í afkomu þjóðarinnar á fyrri öldum. Goðasteinn birtir hér merka mynd, sem ætti að vera tekin um 1910. Það er smalinn á stórbýlinu Möðrudal á Fjöllum, sem við sjáum standa hjá færikvíunum. Við fætur hans liggur smalahundurinn og nestis- malurinn litlu fjær, að ógleymdu því sem sést af stórhyrndu kví- ánum. Svona þjóðlífsmyndir eru of sjaldséðar, því flestar myndir frá þessum tíma eru, ef svo má segja, snögg og snauð mannsandlit, sem þó líka er gott að eiga. Fyrir smalanum á þessari mynd lá önnur góð og gild smala- mennska síðar í lífinu. Nafn hans er Helgi Tryggvason bók- bindari og kennari í Reykjavík. Helgi var 5 ár samfleytt í Möðru- dal hjá stórbóndanum Stefáni Einarssyni. Þar voru að jafnaði um 200 ær í kvíum, komst upp í 250. Við yfirsetuna hafði Helgi aðeins hjálp fyrstu dagana. 60 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.