Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 70
Aðalheiður Bjamfreðsdóttir:
Dreymt
til fortíðar
Með kveðju til Helga
á Hrafnkelsstöðm
Frá því ég man eftir, hefur mig dreymt mikið, stundum fyrir
daglátum, stundum fyrir einhverju, sem skeður löngu seinna, eins
og gengur. Það á sér líka stað, að mig dreymir drauma, sem ég
finn enga skýringu á, en eru þrátt fyrir það mjög skemmtilegir.
Þegar mig dreymir slíka drauma, er ég yfirleitt á öðrum tíma
en þeim, sem er. Stundum tala ég við fólk, sem ég sé, en oftar
horfi ég á það og veit, að það sér mig ekki. Oftast er með mér
maður í draumum mínum. Ég þekki hann í draumi en man
ekkert, hvernig hann er, þegar ég vakna. En nú kemur draum-
urinn, sem ég segi hér frá:
Mig dreymdi, að til mín kom draumamaður minn og tók mig
með sér. Við staðnæmdumst við bæ, þar sem landslag var mér
ókunnugt, en eftir því mikla undirlendi, sem var allt um kring,
finnst mér endilega, að hér sé um Suðurland að ræða. Ég veit, að
þarna er höfuðból, en við eigum ekki erindi við húsbændur,
heldur göngum við til einhverskonar afhýsis, er var þó áfast
við bæinn. Heldur var þar óvistlegt, ekkert inni nema rúm-
bálkur og skrifpúlt, nokkuð áþekkt og hér tíðkaðist lengi. Ég
68
Goðasteinn