Goðasteinn - 01.03.1973, Page 74

Goðasteinn - 01.03.1973, Page 74
legasta, sem fer fram, og sendir mér þar að auki Alþingistíðindin. Enn fremur er ég einn af kaupendum Þjóðólfs, svo að eg má heita vel byrgur að íslenzkum fréttum. En því miður get eg varla skrifazt á með vinum mínum úti á íslandi, nema með þeim fáum, sem skilja þýzkuna, svo að eg geti skrifað þeim á þýzku en þeir svari mér á íslenzku. Það er óvinnandi að tala eða skrifa útlenzkt mál, þar sem maður á ekkert tækifæri til þess að iðka það svo árum skiptir. Ég vona mér fyrirgefningar hjá yður alls þess, er mér mistókst í þessu bréfi. Það er fornt orð, að enginn kveður betur en hann kann. Loksins leyfi eg mér að biðja yður að bera kveðju rnína konu yðvarri og börnum, samt nábúum yðrum, Jóni Þórðarsyni í Eyvindarmúla og Páli Sigurðssyni í Árkvörn, þar að auki séra Skúla Gíslasyni, ef yður gefst færi til þess, og óska eg yður og öllum yðar ástvinum allra heilla. Yðar skuldbundinn, trúr vinur Konráð Maurer. Þetta bréf er meðtekið 12. apr. s.á. Dr. Konráð Maurer gisti hjá mér tvær nætur í Eyvindarholti árið 1858, og að skilnaði fylgdi ég honum yfir Markarfljót, að Eyvindarmúla. Sighv. Árnason. Frumritin cru cign byggðasafnsins í Skógum. 72 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.