Goðasteinn - 01.03.1973, Page 80

Goðasteinn - 01.03.1973, Page 80
JÓ77 R. Hjálmarsson: Eyjagos 1973 1 gær stóð Eyja byggð með blóma, þar bjuggu menn við rausn og sóma. Heyrðust gleðihlátrar óma hátt og vítt um forna slóð. - I dag er orðið annað hljóð. Úr iðrum jarðar eldar bruna, ógnarhljóð í lofti druna. Við munum síðan minninguna með oss geyma langa hríð. - Ógurlegt er eldsins stríð. Á skammri stundu skipast veður, skafla af vikri og ösku hleður eldgosið og undir treður Eyja fögru byggðarstorð. - Fátæk verða öll vor orð. Biðjum þess að brátt vér eygjum betri tíma í Vestmannaeyjum. Erfiðleika þunga þreyjum. þá mun að lokum fara vel. - Sigri lífið! hörfi hel! 24. 1. 1973. 78 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.