Goðasteinn - 01.03.1973, Side 81
Finnbogi Jónsson, Hafnarfirði:
Kleinuhjólið
Móðir mín hét Vilhelmína Stefánsdóttir, Húnvetningur að ætt
og uppruna. Móðir hennar var Ingileif Guðmundsdóttir í Hjalta-
bakkakoti, Sveinssonar á Hnjúkum, Halldórssonar á Mosfelli, f.
1740, Helgasonar, en kona Halldórs á Mosfelli var Ölöf, f.
1733, Bjarnadóttir, föðursystir Björns fræðimanns á Brandsstöð-
um. Um föðurætt móður minnar er mér lítt kunnugt.
Móðir mín var gift Jóni Stefánssyni, Einarssonar á Svínavatni,
Skaftasonar, en hann var bróðir Jósefs læknis í Hnausum. Móðir
hans var Margrét Jónsdóttir, Jónssonar á Smyrlabergi, og Marsibil-
ar Jónsdóttur, skáldkonu á Þernumýri.
Foreldrar mínir bjuggu á ýmsum stöðum í Austur Húnavatns-
sýslu, unz þau árið 1923 fluttust til Akureyrar og andaðist faðir
minn þar 1935 en móðir mín 1954, 79 ára.
Jón Stefánsson var srniður góður, þótt lítt væri hann lærður
í þeirri iðn, og hafði á fyrstu búskaparárum þeirra hjóna smíðað
kleinuhjól úr kopar. Var það þannig gert, að gaffallinn, sem
hjólið lék í, endaði í alllöngum, mjóum tanga, sem gekk upp í
harðviðarskaft. Var hjól þetta hinn bezti gripur, og alltaf notað.
Á síðari árum varð þó tréskaftið ónýtt og datt í sundur, og eftir
það var tanginn notaður sem skaft, enda svo langur, að það var
mjög auðvelt.
Laust fyrir 1930 fluttu þau hjónin ásamt börnum sínum í íbúð
að Brekkugötu 19, Akureyri, og áttu þar heima til dauðadags.
Ibúðin var tvær stofur og lítið eldhús á miðhæð hússins í norður-
enda, og var eldhúsinu þannig háttað, að vinnuborð var meðfram
Goðasteinn
79