Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 82

Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 82
allri vesturhlið þess, en þar var gluggi á miðjum vegg en beggja vegna við hann voru skápar, þannig gerðir, að hurðir þeirra voru mjórri en skáparnir sjálfir, og myndaðist þannig einskonar föst framhlið í þá, ca. 10 cm hvoru megin hurðarinnar. í skápum þessum var geymt leirtau, og auk þess alls konar krydd í mat og smááhöld. 1 skápnum til hægri átti kleinuhjólið sinn fasta sama- stað í annarri hillu að neðan bak við framfjölina til vinstri. Nú er þar til máls að taka, að eitt sinn, er Vilhclmína skyldi nota kleinuhjólið, og rétti eins og venjulega hendina inn í skáp- inn til þess að taka það, greip hún í tómt, hjólið var ekki á sín- um stað. Ekki datt henni þó neitt óeðlilegt í hug þá strax, en leitaði talsvert að hjólinu án árangurs. Sló hún þessu frá sér í bili, og hugði að dóttir sín, er hún bjó með, hefði eitthvað fært það til, en hún vann úti, svo að ekki var hægt að ná til hennar þá þegar. Er hún kom heim um kvöldið, kvaðst hún ekki hafa haft hönd á hjólinu, og gat engar skýringar gefið fremur en aðrir. Eins og nærri má geta var leitað í öllum hillum í skápunum og annars staðar í eldhúsinu, en án árangurs. Að síðustu var svo keypt nýtt útlent kleinuhjól úr gleri, og fékk það samastað í skápnum þar sem hitt hafði verið. Ýmsum getum var leitt að hvarfi hjólsins og voru flestir þeirr- ar skoðunar, að því hefði verið stolið, en þó var enginn grunaður í því sambandi. Hvarf hjólsins varð örugglega tímasett af sjálfu sér, þetta gerðist sem sé daginn fyrir afmælisdag Vilhelmínu, 30. júní. Nú líður hcilt ár og var atburður þessi stöðugt sama ráðgátan. Um vorið var gerð venjuleg vorhreingerning á eldhúsinu, og við það tækifæri voru allar hillur og skápar tæmdir. Átti nú svo sem að finna hjólið, en það tókst ekki, hjólið var hvergi að finna, og var því nú slegið alveg föstu, að því hefði annaðhvort verið stolið, cða lent í ruslafötuna í ógáti og verið hent. Svo skeður það 30. júní um sumarið, nákvæmlega ári eftir að hjólið hvarf, að Vilhelmína hyggst steikja kleinur. Hún lagar deigið á borðinu undir skápnum, breiðir það út og réttir hendina inn í skápinn eftir hjólinu, án þess að hugsa um það eða horfa eftir því, enda óþarfi, þar sem hjólið lá alltaf á sama stað, en. 80 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.