Goðasteinn - 01.03.1973, Side 85

Goðasteinn - 01.03.1973, Side 85
Hissa verði himinninn á heppni þinni, frá því skýri maður manni, meðan byggðum heimur anni. Stökkum þínum stórum undir Stapinn svigni, allra manna öfund gugni, æran taki þér í bugni. Vel er beðið, vel er aflað, vel er kveðið, fleira þarf að bera í blaðið so bragar skipið verði hlaðið. Fram skal setja fréttirnar í fijótum greinum, líðan góð á mér og mínum, mætti gerir hrósa sínum. Nóg að eta, nóg að klæðast, nægan forða finn ég þó að fastan harða fóðri hafi sneydda garða. Geðið kátt og heilsan hraust á hverjum degi, veðráttan þó búsæld bagi bilar ei né fer úr lagi. Illviðrin, sem alltaf ganga, alla þreyta, englar mundu eirnin blóta ættu þeir í snjóum róta. Mönnum gengur misjafnt enn á marga vega, aðrir fæðast, aðrir deyja, ýmsir skrafa, sumir þegja. Kaffeskortur, tóbaksleysi tyrrir stútinn, brennivíns og brennis þrotin baslar öldin hyggju lotin. Goðastemn 83

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.