Goðasteinn - 01.03.1973, Side 86
Ef ég lifi aðra páska eg skal muna
þessa hörðu hátíðina,
hvönær skyldi þessu lina?
Sumir blessa, sumir blóta, sumir æja,
ýmsir gráta, aðrir hlæja,
ekki fyrir neinu vægja.
Sumir biðja, sumir hjálpa, sá er passi,
aðrir leita ráðs hjá rassi,
rífast sumir, verri skassi.
Svona hvíla annmarkar á allra geði,
aðfinning þó ekki stoði,
af því stofnast margur voði.
Ánægjan fær öllu stýrt til umbótanna,
jafnbúinn því meira og minna
móti taka hluta sinna.
Hún er allra eigna bezt og engan svíkur,
allt þó hverfi eins og reykur,
hún etur lystug snarl og steikur.
Því hún gefur djörfung, dug og daglegt yndi,
hvörgi jarðar finnst sá fjandi,
að fóstursonum hennar grandi.
Svo er mér, þó síðklæðanna sakni lengi,
ófeilinn ég get á gangi
garpa hvörjum mætt á vangi.
Sýnt er það ég Miðdals ekki muni prestur
raddar tólin hvetja hraustur
og hreinan beina mjólkur austur.
84
Goðasteinn