Goðasteinn - 01.03.1973, Page 87

Goðasteinn - 01.03.1973, Page 87
Veiting þinni vísa ég heim og verð til svona ekki maður, ekki kona og aldrei faðir margra sona. Enginn getur enn þó sagt, hvað úr mér verður, eg verð þetta, einskis virður áður ég er moldu byrgður. Þá er víst að einhvör lofi um mig hreyfir, þess er kostur þeim sem lifir að þylja hróður dauðum yfir. Veit ég hróður verður minn, þó verkleik skorti: hispurslaus í eðli og arti, hann át og drakk að sínum parti. Tarna gat hann bjargast sona beint við hina, embættin sem undir þéna, inntekt þó að hefði kléna. Það var satt, hann engum vildi illa liði spjölluðum af sínum seiði, sona hvarf hann undir leiði. Þess ég bið, að þú með öðrum, þekkur frændi, máta hress og mein dyljandi minni yfir greftrun standi. Síðan þigðu vist og vín og vertu kátur og um fjórar næstu nætur á nýjum spilum hafðu gætur. Ef ég megna eg skal þá úr eigu hinna skammta rennsli skildinganna, skilvís milli spilaranna. Goðasteimi 85

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.