Goðasteinn - 01.03.1973, Page 88

Goðasteinn - 01.03.1973, Page 88
Vel ég skil þér geðjast illa gjálfur þetta, nóg er búið, þarflaust þvætta, því af stundu skal og hætta. Allir ganga yfir sig, sem á það heyra, enda líka flestir fara frá þeim bitnir gusti vara. Ég særi þig, þú sýnir engum samið kvæði, aldrei verra óðar smíði úr mér kom til heyrnar lýði. Kveð ég þig og kyssi mjúkt í kærleiks anda, illa stafað síðan sendi sultarblað frá minni hendi. Hljóttu, njóttu hamingju, sem huginn býður, falli að þér, frændi góður, fé og heilsa, sæmd og hróður. Solotout og svarta kaska sértu háður, feitan mat og vínið viður vaxi þinn og dafni kviður. Aldrei gleyma eg mun þér og aldrei Jóni gleymdu þínum góða vini, góðs árnandi, Brynjólfssyni. Á páskadaginn 1866. Höfundur: sr. Jón Brynjólfsson í Kálfholti. Handritið frá Ólafi Ögmundssyni í Hjálmholti. 86 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.