Goðasteinn - 01.03.1973, Page 90

Goðasteinn - 01.03.1973, Page 90
Kveðling stofna eg vil enn, enn svo megi heyra menn. Menn hafa heyrt ég gat mig gift, giftu sannri klæðanift. Niftin klæða mæt og merk merkileg sín stundar verk. Verknað góðan kvendið kann, kann því enginn neita mann. Mannsins stundar börn og bú, búsýslunni alvön sú, sú mín bezta aðstoð er, erleg kvinnan heiður ber. Ber því henni að hafa hrós, hrósa kann ég þeirri drós, drósin reiknast mál vel mín, mín því téð er baugalín. Líndúkanna nift er neit, neitið gefur það ég veit. Veitir hún jafnan blíðu bezt, beztu mér fyrir utan frest. Fresta má því laukalind, lyndis hreinan enda bind, bind ég lekan kjalars knör, knör upp set í þagnarvör. Eftir gömlu handriti Skógasafns. 88 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.