Goðasteinn - 01.06.1974, Page 5

Goðasteinn - 01.06.1974, Page 5
Björg Jónsdóttir frá Ásólfsskála: Hagalagðar úr Landeyjum F>'h- frá síðasta hefti. Litið til veðurs Landeyjar eru hluti af Suðurlandsundirlendi, frjósömu og góðu landi, girtu fjölium á þrjá vegu, cn upp að suðurströndinni fellur úthafsaldan í allri sinni fjölbreyttu fegurð. Þó andardráttur hennar geti verið þungur, er hitt þó tíðara, að hún láti blítt eins og móðir við barn. Nokkuð getur veðurfar verið óstöðugt á þessum slóðum og fljótt að breyta um svip, en það hefur gjört fólkið, sem þar á heima, næmt og athugult á allar veðurbreytingar. Sér- staklega var formönnum þar viðbrugðið, enda ómctanlegt á þeim ttma, er veðurfregnir útvarps og sjónvarps var ekki við að styðjast. Mörgu smáu var raðað saman, blikum í lofti, þokubelti á fjöll- um, atferli dýra, gigtarstingjum, draumförum, og mætti svo lcng- ur telja. Það er sól og sumardýrð yfir landi, hvergi sést skýskaf á lofti, og Ijúfur blærinn strýkur þýtt um vanga. Þessi milda gola heitir á máli alþýðu sólfar og fylgir sól. Fleiri nöfn hefur hún hlotið Goðasteinn 3

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.