Goðasteinn - 01.06.1974, Page 7
að börnum fyndist vegur sinn vaxa við að sitja við sömu iðju og
himnadrottningin og ullin verða einhvern veginn greiðari og hvít-
ari í meðförunum.
Eitt er það fyrirbrigði náttúrunnar, sem vakið hefur aðdáun
tnína frá fyrstu tíð. Það er kveldþokan, sem breiðist yfir jörð
eftir mjög heitan dag. Hún kemur undur hljóð og fyllir hverja
lægð, en hólar og bæir standa upp úr líkt og hólmar og drangar
á silfurskyggðum vatnsfleti og svo fjallahringurinn heiður og tign-
arlegur í baksýn. Þokunni hafa verið valin tvö nöfn, kerlingar-
vella og dalalœða.
Hefur þú komið í Landeyjar á sóivermdum sumardegi, þegar
öll náttúran iðar af lífi, þegar tíbráin titrar og hillingarnar opna
þér sína glæstu heima? Þér verður sá dagur eins og gimsteinn í
sjóði bestu minninga þnna.
Ljósablika: Létt og ljós ský liggja á dreif nokkuð hátt á lofti
í hægviðri og blíðu. Þá er oft lágskýjað, þegar líður á dag, dump-
ungur eða dumpungsveður. Næsta dag eru e. t. v. báruský á lofti
Og svo sólskinsblíða, þegar líður á dag.
Ef himinn er þéttstirndur og stjörnurnar tindra mikið, er talið
að vindur og regn sé í aðsigi. Stjörnubjart veður er, þegar vel
sést til stjarna.
Ef komið er út á kyrru kveldi í tunglsskini, sést stundum bjart-
ur geislabaugur í kringum tunglið. Hann heitir rosabaugur og
er talinn vita á veðrabrigði. Ef dyr eru á hringnum, má telja ör-
uggt, að þar snúi til þeirrar áttar, sem vindur blási úr næsta dag,
og fylgi regn. Enn fremur má sjá léttar skýjaslæður þjóta fyrir
tunglið, sem sýna, að komin er hreyfing í lofti.
„Sjaldan er gíll fyrir gðóu nema úlfur eftir renni.“ Svo hljóðar
máltækið. Átt er við geislabrot, sem sjást nálægt sól, þegar líður
á dag. Er talið, að óveður sé í nánd, ef geislabrotið er á undan
sól en ekkert á eftir. Ef bctur er að gætt, má sjá dökkan bliku-
bakka, sem þokast nær úr vestri. Og spurningin er: Færist úlfur
inn í aukana og brýst í gegn svo óveðrið láti í minni pokann? Það
sést betur, þcgar líður á kveldið. Þegar komið er fram yfir sumar-
mál og jörð er hvít af hrími um fótaferð, ber sjaldan út af því,
að komið er regn á þriðja sólarhringi þar frá.
Goðasteinn
5