Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 7

Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 7
að börnum fyndist vegur sinn vaxa við að sitja við sömu iðju og himnadrottningin og ullin verða einhvern veginn greiðari og hvít- ari í meðförunum. Eitt er það fyrirbrigði náttúrunnar, sem vakið hefur aðdáun tnína frá fyrstu tíð. Það er kveldþokan, sem breiðist yfir jörð eftir mjög heitan dag. Hún kemur undur hljóð og fyllir hverja lægð, en hólar og bæir standa upp úr líkt og hólmar og drangar á silfurskyggðum vatnsfleti og svo fjallahringurinn heiður og tign- arlegur í baksýn. Þokunni hafa verið valin tvö nöfn, kerlingar- vella og dalalœða. Hefur þú komið í Landeyjar á sóivermdum sumardegi, þegar öll náttúran iðar af lífi, þegar tíbráin titrar og hillingarnar opna þér sína glæstu heima? Þér verður sá dagur eins og gimsteinn í sjóði bestu minninga þnna. Ljósablika: Létt og ljós ský liggja á dreif nokkuð hátt á lofti í hægviðri og blíðu. Þá er oft lágskýjað, þegar líður á dag, dump- ungur eða dumpungsveður. Næsta dag eru e. t. v. báruský á lofti Og svo sólskinsblíða, þegar líður á dag. Ef himinn er þéttstirndur og stjörnurnar tindra mikið, er talið að vindur og regn sé í aðsigi. Stjörnubjart veður er, þegar vel sést til stjarna. Ef komið er út á kyrru kveldi í tunglsskini, sést stundum bjart- ur geislabaugur í kringum tunglið. Hann heitir rosabaugur og er talinn vita á veðrabrigði. Ef dyr eru á hringnum, má telja ör- uggt, að þar snúi til þeirrar áttar, sem vindur blási úr næsta dag, og fylgi regn. Enn fremur má sjá léttar skýjaslæður þjóta fyrir tunglið, sem sýna, að komin er hreyfing í lofti. „Sjaldan er gíll fyrir gðóu nema úlfur eftir renni.“ Svo hljóðar máltækið. Átt er við geislabrot, sem sjást nálægt sól, þegar líður á dag. Er talið, að óveður sé í nánd, ef geislabrotið er á undan sól en ekkert á eftir. Ef bctur er að gætt, má sjá dökkan bliku- bakka, sem þokast nær úr vestri. Og spurningin er: Færist úlfur inn í aukana og brýst í gegn svo óveðrið láti í minni pokann? Það sést betur, þcgar líður á kveldið. Þegar komið er fram yfir sumar- mál og jörð er hvít af hrími um fótaferð, ber sjaldan út af því, að komið er regn á þriðja sólarhringi þar frá. Goðasteinn 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.