Goðasteinn - 01.06.1974, Page 9

Goðasteinn - 01.06.1974, Page 9
leg eftir veðri. í rosa eru hljóðin mjó og raunaleg, má oft heyra langdregið vú-ú-ú, vú-ú úr þokusúldinni. En þegar léttir til og sólin skín, er röddin breið og glaðleg. Hljómar þá tímum saman: Radda-da- ra-ra, radda-da-ra-ra. Ef hrafn flýgur gargandi yfir teig, veit það rosa, en skelli hann í góm, veit það á þurrk. Afreðar Þgear slettir í eftir stórrigningar og snjókrap og grasið klessist niður í rótina og frýs, þá er alveg haglaust. Sagt var, er svo stóð á: „Nú cr hart á barið hjá blessuðum skepnunum út á freranum." Svipaðrar merkingar var að segja: „Þetta er nú meiri klamminn.“ Djúpan og jafnfallinn snjó, cinkum í fjalllendi, var algengt að nefna snjóþiljur. I fanfcrgi var mikill snjór yfir allt, og hafði hann þá víða dregið saman í miklar dyngjur. Þar sem gróin jörð og fjara mætast, stendur oft uppi grunnt vatn, sem kallað er gljá. Ef þetta vatn frýs í logni, verður það rennslétt og speglast í því himinn og jörð. Þetta var þá nefnt blá eða svellblá. í éljurn fylltist gljáin af krapi og nefndist þá krapablá. Orðið var einnig notað, er krap fraus yfir úthaga. Stundum heyrðist sagt: „Það fer að verða hart í högum, ein krapablá yfir allt.“ Þegar þvottur hangir frosinn úti í vindgolu, linast hann smám saman og kotna í hann þurrkblettir. Er þá sagt, að komið sé í hann lúfrost. Stadid í róðrum Þegar staðið var í róðrum við Landcyjasand, var það fastur vani að hafa landmann. í það starf var valinn traustur og gætinn maður með gott vit á sjó. Hann beið í sandi meðan skipin voru í róðri. Þaðan lcit hann eítir sjólagi og gerði mönnum viðvart, ef þörf krafði. Ef sjór ýfðist svo, að landmanni virtist ckki sætt lengur, setti hann upp veifu á fjörukampinum. Það var nefnt að veifa ad. Þannig hagar til við sandinn, að á stöku stað myndast það, sem nefnt er hlið. Eyrar eru þar til beggja hliða, og brotnar sjórinn á Goðasteinn 7

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.