Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 14

Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 14
1 hálsmálið á stakknum var þrætt liðlegt snæri og hálsmálið drcgið saman með því. Hornsylgja var á sncrr'.sen :!anum og hnýtt að henni með rifhnút og lykkjuhnút. Á stakkermarnar voru festir langir spottar úr tvinnuðu hross- hári og þeim sívafið um úlnliðinn svo sjór kæmist ekki að. Fremst við tána á brókarleistanum voru festar skinnlykkjur svo hægt væri að festa brókina upp á þeim til að láta renna úr henni sjó. Sjóskór voru úr mjög þykku leðri, verptir með snæri og bundnir með því upp um ökklann. Bösl var þessi útbúnaður kallaður einu nafni. Sagt var ef sjólegt var: „Það er vissara að fara að basla sig.“ Sennilega eru jafn sjálfsagðir hlutir og sjóvettlingar og færi talið með böslum. Skinnklæðin saumuðu karlmenn og gengu frá þeim að öilu leyti. Aldrei sá ég konu snerta á því verki, en móður mína sá ég hjálpa til við sniðningu. Eins sá ég hana sauma segl á minnstu bátana, sem róið var við sandana. Saumaði hún úr einskeftu, sem faðir minn óf úr úticndu vefjargarni. Fariskinn Fariskinn nefndust ræflar af aflóga skinnklæðum. Reynt var að nota það skársta úr þeim í skó, þegar lítið var um skæðaskinn. Ekki voru þeir skór snúraðir eða bryddaðir, aðeins verptir og heldur kastað til þess höndum. Man ég að hafa heyrt sagt: ,,Ég skal gera þetta, ég verð ekki lengi að rimpa fariskó á krakkann/' Það var líka fljótlegt að ganga niður úr þessum skóm, en þeir voru léttir og fóru ekki illa á fæti. Ég heyrði suma kalla fariskinnið fariroð. Að líkindum er þá ruglað saman fariskinni og roði. Um roðskó heyrði ég talað en veit ekki til, að þeir væru notaðir á mínum heimaslóðum. Kristsfisksiykki Lítið stykki af soðnum fiski nefndist fiskspil. Flísarnar í fiskinum heita Kristsfiskstykki eða Kristsstykki. Sumir nefndu þær Frels- araflísar. í bernsku var mér sagt, að þegar Jesú mettaði mann- fjöldann, fékk hver sitt Kristsstykki og varð sá mettur. 12 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.