Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 16
Slógsekkur
Maður kvartar undan allt of stórum sokkum og segir gramur:
„Þetta eru meiri slógsekkirnir; ég kæmist allur í þá.“ Slógsekkur
var skinnbelgur, mun stærri en skinnskjóðurnar undir kaffibaunir
og sykur. Slógsekkir voru notaðir undir fiskslóg, sem oft þurfti
að flytja langa leið, þegar stóð í róðrum við sandana. Menn úr
Fljótshlíð og Hvolhreppi lágu við á sjóbæjunum. Gett var að
aflanum, þegar komið var af sjó, ef sjóveður var samfelit í
nokkra daga.
Svil
Þorsksvil voru hagnýtt á tvennan hátt. Þau voru soðin ný og lát-
in í kálfsdrukkinn eða kösuð fyrst og síðan þurrkuð til að sjóðast
síðar handa hundinum. Fyrir kom að menn lögðu sér svil til
munns.
Nceli
Næli nefndust prjónar, sem konur notuðu til að næla skotthúfu á
hár sitt. Ef vanhöld urðu á prjónunum, var stundum notast við
saumnálar, sem augað hafði brotnað af, og voru þær upp frá
því kallaðar næli.
Þegar ég var að vaxa úr grasi eftir aldamótin 1900, var skott-
húfan á hröðu undanhald.i sem hluti af hversdagsklæðnaði kvenna,
en hélt virðingu sinni, er mest var haft við. Vel man ég nokkrar
aldraðar konur, scm gengu daglega með skotthúfu og voru virðu-
legir fulltrúar síns tíma. Þær báru höfuðið hátt þrátt fyrir raunir
og strit áranna og áttu alltaf ástúðlegt bros í garð barnsins og
mjúka hönd til að strjúka tár af vanga eða ylja litlum lófa.
Karkambar
Mér er það í barnsminni, að tjl voru á heimilinu gamlir karnbar,
sem kallaðir voru karkambar. Þeir voru íslensk smíði. Tindarnir
voru sívalir en grófir og töluvert bil á milli þeirra. Kembt var
í þeim tog og úrgangsull (ullarhnak). Vel getur líka verið, að
ull hafi verið kembd í þeim í fyrri kembingu og jafnvel hross-
hár, en um það þori ég ekki að segja.
14
Godasleinn