Goðasteinn - 01.06.1974, Page 18

Goðasteinn - 01.06.1974, Page 18
sveinn er reiður. Heyreipin cru bundin tvö saman með reipahnút og heita þá kapall, flutt á cngjar á klökkum. Ef baggi fer illa á hesti, grípur maður um silann með annarri hendinni og um bakreipið með hinni og lyftir bagganum með snöggu átaki að klakknum og ýtir silanum neðar um leið. Þetta er kallað að steypa að, og situr bagginn þá betur. Ef margir sneru heyi í sama flekk, átti sá börnin, sem síðastur gekk, ef eftir var horn af flekknum, og átti hann að rifja flekk- hornið einn, nema einhver óskaði sér að eiga með honum börnin. Síðutök Þegar farnar voru lestaferðir, tóku þær oft langan tíma. Kom það oft fyrir, að hestarnir meiddust, sérstaklega í rigningatíð. Fengu þeir sár á bakið, og gekk oft illa að græða þau. Á gróin meiðsli komu ævinlega hvít hár, og nefndust þetta síðutök. Bcsta ráðið, sem menn þekktu, til að koma í veg fyrir sár af þessu tagi, var að setja kaldan bakstur við bólgu um leið og sprett var af klyfjahrossum. Skipt var um bakstra öðru hvoru, og eftir nokkra stund var auðséð, að skepnunni fór að líða betur og bólgan fór að hjaðna. Að spýta skinn Um hcimangöngulan mann er sagt: „Hann er eins og útspýtt hundsskinn um allar jarðir.“ Að spýta skinn er sama og að hæla það í þurrk. Stórgripaskinn voru negld á timburþil með járn- nöglum en minni skinn fest á skinnagrind. Orðin að spýta og hæla skinn finnst mér eins og benda á eitthvað fjarlægt eða löngu liðið. Kastpils í þann tíð, þegar konur gengu að útiverkum, sérstaklega um ver- tíð og slátt, reyndu þær að hlífa betri fötum. Var algengt að heyra þær segja: ,,Ég þarf að kasta einhverju utan yfir mig, áður en ég fer út. Ein af þessum flíkum var svonefnt kastpils. Var því kom- ið upp fvrir sláttinn úr léttu efni (tvisti). Séð hef ég líka pils úr vcnjulegum pokastriga notað við mjaltir í kvíum. Pils var annars oft nefnt fat. „Þetta er sparifatið mitt,“ heyrði ég sagt. 16 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.