Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 22

Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 22
Verðandi móðir skal gæta þess að drekka ekki úr bolla, sem brotnað hefur skarð í, ella á hún á hættu, að barnið verði með skarð í vör. Orlof og orlofskökur Þegar ég var dálítið stelpustýri, man ég eftir rosknum konum, sem komu í heimsókn til foreldra minna einu sinni til tvisvar á ári. Var það kallað að koma í orlof sitt. Þær gistu þrjár nætur, sem nefndust orlofsnætur. Ekki máttu næturnar vera færri, nefndust þá snýkjunætur. Konur þessar færðu okkur börnunum stórar, glóð- arbakaðar rúgkökur, sem voru okkur ekki síður sætar í munni en sælgæti nútímans. Þær voru þegnar með þökkum og gefnar af góðum hug og oftast litlum efnum. Einu sinni átti sú, sem gaf, ekkert smjör til að gefa með kökunum og bað móður mína að bæta úr. Venja var að gleðja þessa gesti, þegar kvatt var, og gefa þeim gjöf, sem verða mætti að góðum notum, enda í samræmi við gömlu regluna: Gjöf skal gjaldast, ef vinátta á að haldast. Brunnur f fyrri daga voru vatnsbrunnar við hvert heimili, þar sem ekki var bæjarlækur. Venjulega var gert vel yfir brunninn svo vatnið héldist hreint og menn og skepnur færu sér þar ekki að voða. Um- hverfis opið var sterkur rammi og festar við hann uppistöður, sem vinduásinn lék í. Á ásinn var festur kaðall og á enda hans fata, niðurmjó. Hún var kölluð ponta. Var hún gefin niður með kaðlin- um og svo undin upp með ássveifinni. Það hét að ponta upp. Tréhlemmur með haldi var yfir brunninum. Safnforin Þegar ausið var upp úr safnforum, var notuð til þess fata, sem fest var á langt skaft. Það verkfæri hét pusa. Forinni var ausið með henni í stóran stamp, sem var með áföstum börukjáikum. Tveir menn báru stampinn á milli sín út á tún. Vinnan hét að pusa og að bera for. 20 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.