Goðasteinn - 01.06.1974, Page 23
Grjúpán
I grjúpán (bjúga) er notað kjöt, sem gengur úr, þegar brytjað er
spað. Áður fyrr voru garnirnar einnig notaðar. Hleypt var upp
a þeim suðu í potti, þær síðan skafnar vandlega og látnar saman
V1ð í saxið. Mörinn var brytjaður og settur saman við saxið, síðan
íalið upp í langana. Vírhringur var settur í langaopið svo hægara
Víeri að fela upp.
Á meðan ekki voru til hakkavélar á heimilum, voru til stór
s°x, í laginu eins og gömlu tóbaksjárnin. Með þeim var saxið
skorið á stórum trébrettum.
Spýtt var fyrir langana með kerlingarprjónum úr tálknvæng.
Hafði áður verið tálgaður á þá oddur. Seinna var tekið upp að
sauma fyrir langana í stað þess að nota prjóna. Orðtakið ,,að spýta
fyrir“ mun frá þeim tíma, er ,,spýtt“ var fyrir langa og blóðmörs-
iður með tréprjónum.
Fénái og bein
Mjóar beinnálar, sem finnast stundum í kindakjöti nálægt legg,
heita fénálar. Finnandi fénálar, sem geymir hana vel, verður fé-
sæll.
Aldrei skyldi brjóta bein til mergjar heldur bora. Átti brotið að
valda eigandanum fjárskaða.
Leyst frá skjóðunni
Eg hef áður minnst á skjóðuna gömlu. Hún var talin mesta þarfa-
þing og hafði margt að geyma, sem stundum var beðið eftir með
óþreyju. Mörg húsmóðir hýrnaði undir brún við að sjá sitt pundið
af hvoru (kaffi, sykur) koma upp úr ferðaskjóðunni, þegar heim-
ilið var orðið alveg vitundarlaust. Smalinn fékk hnífinn sinn og
heimasætan silkiklútinn. Að ekki sé nú nefnd ánægjan, ef lang-
þráð sendibréf kom í leitirnar eða bók, sem svo var lesin upp til
agna á skammdegisvökum. En nú er veldi skjóðunnar liðið undir
lok og taskan komin í staðinn.
Koddinn hennar ömmu
Amma mín átti lítinn kodda. I honum var fífa í staðinn fyrir
Goðasteinn
21