Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 27

Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 27
Hér er svo sagan um heiðurskarlinn, sem fór í kaupstaðinn að hitta kaupmanninn og bað hann í öllum guðanna bænum að hjálpa sér um borð utan um konuna sína. „Er hún nú dauð?“ spyr kaup- maður. „Nei, en hún var veik þegar ég fór að heiman og getur vel verið dauð, þegar ég kem heim,“ ansar karl. „Þú kcmur þá aftur og sækir borðin,“ segir kaupmaður. „Það get ég ómögulega," segir hinn, „og svo get ég nú farið að deyja, og ekki er betra að ég komi þá.“ Hann fékk borðin. Höfundur þessa þáttar, Björg Jónsdóttir, hefur áður verið Goðasteini innanhandar með efni. Björg er fædd í Hallgeirseyjar- hjáleigu í Austur-Landeyjum 1. júlí 1896, dóttir Jóns Guðnasonar bónda þar og síðar í Hallgeirsey og konu hans, Elínar Magnús- dóttur frá Strandarhöfði. Björg giftist 1922 Sigurði Vigfússyni bónda og kcnnara á Brúnum. Sigurður dó 1936. Síðari maður Bjargar (1939) var Sigmundur Þorgilsson skólastjóri. Bjuggu þau á Ásólfsskála undir Eyjafjöllum 1940-64 en síðan á Hellu, þar scm Sigmundur andaðist 1968. „Hagalagðar“ Bjargar eru að mcstu saman teknir á síðasta ári. Með þeim skipar Björg sér í röð þeirra mörgu ágætu kvenna, sem lagt hafa íslensku þjóðhátta- safni föng í hendur. Er þá og skylt að geta þess, að fátt hcfur áður verið skráð um þetta efni úr Landeyjum. Um einn fulltrúa þeirrar byggðar hef ég vitni eins frábærasta íslendings þessarar aldar að viti og mennt, dr. Sigurðar Nordals. Hann sagði mér, að á hcimili þeirra hjóna hefði eitt sinn unnið stúllca úr Landeyjum, og sér væri jafnan í minni, hve mál hennar hefði verið auðugt. Mál Bjargar Jónsdóttur sver sig í sömu ætt. Goðasteinn þakkar htifundi þáttinn. Þ. T. Godasteinn 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.