Goðasteinn - 01.06.1974, Qupperneq 29
austur mcð Síðufjöllunum og hlaða framburði sínum upp að hraun-
röndinni að austan, eins og áin gerir cnn í dag, og hækkar landið
stöðugt þeim megin. Við þctta hafa tjarnir og stöðuvötn myndazt
meðfram hraunröndinni. Athyglisvert er, að nöfn sumra þeirra
enda á flóð (Víkurflóð, Fagurhlíðarflóð, Fuglaflóð), en uppi í
hrauninu er notað orðið vötn (Tunguvötn, Hæðargarðsvatn), cn
ekki er það á mínu færi að gefa skýringu á því.
Gróður mikill er í Syngjanda, og grynnist hann óðum. Varla
hygg ég að það muni taka meira en tvær alc|ir, að þarna verði
mýri. Hvort mun þá nafnið lifa?
Áður rann Skaftá um aldir suður Landbrot og í mörgum kvísl-
um. Ekki er vitað, hvenær hún tók fyrst að rcnna austur með
Síðu, en ekki sýnist mér ólíklegt, að það hefði gctað skeð á land-
námsöld og að þar sé Nýkomi sá, er Landnáma getur um, cn því
hefur oft áður verið haldið fram.
Refsstaðir heitir hæðardrag, sem takmarkar Syngjanda að austan.
Afbökun mun það vera úr bæjarnafninu Erpsstaðir, sem kemur
fyrir í fornum máldögum og samkvæmt þeim hafa verið milli
Kársstaða og Hátúna. Síðast var þar byggð laust eftir miðja 19.
öld. Þá bjó einsetukona þar, sem nú er ncfnt framan í eða sunnan
í Refsstöðunum. Er það ofan við (norðan v.ið) Ófæru, gegnt Há-
túnum. Var bærinn þar í brekku og sneri móti suðri. Rústir þessa
litla bæjar eru enn mjög grcinilegar.
Ekki hygg ég, að hinir fornu Erpsstaðir hafi ver‘ð þar, heldur
ætla ég þá hafa verið í Refsstöðum miðjum, austantil og norður af
Gróutjörn. Þar á brekkubrún sér móta fyrir bæjarrústum all forn-
legum. Virðist sá bær hafa snúið burstum móti suðri, og hefur
byggingarlag líklega verið líkt því, sem algengt var hcr um slóðir
fram á þcssa öld. Mér sýnist húsaröðin hafa verið um 70-80 m
löng frá austri til vesturs, en ekki er víst að hún hafi verið
óslit.in. Bæjarstæði hefur þarna verið snoturt og útsýni til austurs
og norðurs hið fegursta.
Sennilega mætti fara nærri um, hvenær bær þessi fór í eyði,
og e.t.v. af hvaða sökum, með þvt að rannsaka rústirnar, en saga
hans er nú hulin gleymsku.
Goðasteinn
27