Goðasteinn - 01.06.1974, Side 32

Goðasteinn - 01.06.1974, Side 32
staðir, Oddi og Skálholt, sem um er að ræða við bókagerð á þess- um tíma. Sæmundur er giftur Guðrúnu dóttur Kolbeins Fiosasonar. Eftir Hauksbók Landnámu er tengdafaðir Sæmundar Kolbeinn Flosa- son, sem varð lögsögumaður 1066. Afi hans og amma eru Kári Sölmundarson og Hildigunnur, bróðurdóttir Flosa í Svínafell'. Hann hefir góða aðstöðu til að segja Sæmundi eitthvað orðrétt cftir afa sínum og ömmu. Ekki fer það milli mála, að það er einhver Svínfellingu, sem er heimildarmaður að sumu, sem sagt er frá í Njálu. Þar til má nefna drauminn fræga um jötuninn v'ð Lómagnúp. Kolbeinn fær þennan dóm síðast í Njálu: „Son Flosa var Kolbcinn, er ágæt- astur maður hefir verið einhver í þeirri ætt. Og lýk ég þar Njáls sögu.“ Það skyldi þó ekki vera, að þessi síðasti póstur í Njáiu gæti minnt Rangæinga á fræga setningu, sem sögð var af Jóni Lofts- syni í Odda: „Heyra má ég erk'biskups boðskap, en ráðinn er ég í að hafa hann að engu.“ Hver veit nema ættir okkar Aðalheiðar komi þarna saman. Ég á ættartölu mína skrifaða frá Oddaverjum, og vísast á Aðalheiður cinnig þangað ætt að rekja. Það fcr ekki milli máia, að höfundi Njálu fannst mikið til um Kolbcin Flosason fyrst hann gefur honum þennan v'tnisburð, því það þurfti talsvert til að bera af Flosa og Kára, sem eru tvi- mælalaust glæsilegustu söguhetjur Njálu ef allt er tekið með. E» það nokkur fjarstæða, að það sé tengdasonur hans, Sæmundur fróði, sem gefur honum þcnnan vitnisburð? Þetta, sem nú hefur verið sagt, breytir ekki þeirri skoðun minni, að Snorri Sturluson og Sturla Þórðarson hafi lagt síðustu hönd á þetta mesta listaverk okkar, en auðv'tað eftir heimildum víða að og þá fyrst og fremst frá Odda. Nú ætla ég til gamans að borga þessari vinkonu minni, Aðal- heiði, drauminn með því að segja henni frá annarri konu, sem hefur frætt mig um höfund Njálu. Það er-vinkona mín, Hólmfríður Pétursdóttir frá Gautlöndum, ekkja Sigurðar Jónssonar skálds á Arnarvatni. Ég hitti hana fyr'r nokkrum árum í Reykjavík, þar sem hún bjó hjá dóttur sinni. Fljótlega segir hún við mig: „Það 30 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.