Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 34
ur nærri að geta sér þess til, að ættartalan hafi verið til í Odda
og samin af Sæmundi sjálfum. Snorri Sturluson hefur svo látið
hana óbreytta, þegar hann setti saman Njálu í Reykholti um 1230.
Sjáum við ekki háðsbrosið á Snorra, þegar hann sendi tengdasyni
sínum þessa ör: ,,En frá Valgarði er kominn Kolbeinn ungi.“
Ekki fæ ég betur séð en hér af megi marka ritunartíma Njálu,
hvað sem fræðimenn segja þar um. Kolbeinn var á þessum tíma
einn mesti höfðingi landsins, en tengdasonur Snorra varð hann
1228.
Eigum við svo ekki að slá því föstu, Rangæingar, að Njála sé
runnin frá Odda og Snorri hafi goldið Rangæingum fósturlaunin
með því að gefa þeim eitt mesta listaverk, sem skrifað hefur verið,
ekki einasta á íslandi, heldur í öllum he'mi á þcim tíma, svo þeir
mega þar vel við una?
Svo er best að cnda þetta spjall með því að láta Sigurð Nordal
lýsa höfundi Njálu, og er það á þessa leið í bók hans Um íslcnskar
fornsögur: „Höfundur Njálu er, eins og Stephan G. Stephansson
hefur kallað Shakespeare, ræningi, sem sækir sér efni úr öllum
áttum, nýtir eldri sagnarit eins og honum hentar, mikill í kostum
sínum og göllum, mætti sínum og veikleika. Af höfundum íslend-
ingasagna hefur Njáluhöfundur ausið af flestum bókmenntalind-
um á sama hátt og Snorri meðal höfunda konungasagna." Þctta
samþykkjum við með ánægju.
Að svo mæltu óska ég Aðalheiði árs og friðar og vona, að hana
dreymi vel og að hún leyfi Goðasteini að birta bestu draumana.
32
Goðasteinn