Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 39
erfitt að sjá, hvernig hann mátti skilja söguna eftir, ef hann hafði
hana aðeins í höfðinu.
En þó þau fræði, sem skráð eru í íslendingabók, hafi e.t.v.
aldrei vcr.ið rist með rúnum, er ekki þar með sagt að annað efni
hafi ekki verið það. Höfundur elstu málfræðíritgerðarinnar nefnir
fyrst til lög og ættvísi þess, er hann telur þörf á að rita og lesa,
og það efni ætla ég að mcnn hafi helst ritað, áður en Ari hóf að
rita sín spaklegu fræði. Samkvæmt elstu lögum, urðu menn að
kunna skil á ætt sinni í fimmta lið, og er því engin furða þó menn
vildu ciga ættarskrár. Þær gátu líka verið svo stuttorðar, að auð-
velt hefur verið að rista þær á kefli með rúnum, og líklegt er,
að þar hafi cinnig verið getið nafns vegenda þeirra sem vegnir
voru. Með því hefði vitneskjan um ættirnar orðið traust, og arf-
sagnir getað stuðst v>ð góðar heimihhr.
Það hefði að sjálfsögðu vcrið mikið verk að rista lögin á kefli
með rúnum, en ekki óklcift, og virðist því furðulegt, ef það hefur
ckki verið gert, svo mikið öryggi sem að því hefði ver'ð. Hitt
cr annað mál, hvort rituð lög hafa alltaf verið fyrir hcndi, þar
sem lögum þurfti að beita, og er líklegt að rétt sé, að sumir hafi
kunnað utanað þá kafla, sem helst þurfti að nota.
Ég hygg þó að lögin hafi ckki vedð rist á kefli, og styðst sú
hugmynd við frásögn Egilssögu um komu Egils til Þorfinns bónda,
cn þar er sagt frá því að hann hafi fundið tálkn með rúnaristum
í rúmi heimasætunnar. Hvernig þetta tálkn var, má sjá í Konungs-
skuggsjá, en þar er sagt um hval, sem nefndur er norðhvalur og
sagður er 80 álna langur: „Ekki má hann vel munn sinn opna,
því að tálkn þau, er vaxin eru í munni honum, rísa um þveran
munn hans . . .“
Ekki hefði þurft mörg hvalskíði til að rista á meginefni lag-
anna, og er trúlegt að lögsögumaður hafi haft þau undir sinni
hendi. Hafa þau þá síðast verið notuð á alþingi árið 1117, þegar
það nýmæli var gert, ,,at lög ór skyldi skrifa á bók at Hafliða
Mássonar of veturinn eftir“, og við þá iðju mundu þau síðast
hafa verið notuð. Það er því hugsanlegt, að sá sem reit í Land-
námu (bls. 189) orðin „Þat var upphaf inna heiðnu laga . . .“,
hafi séð frumgerð þeirra, en ekki haft aðeins munnmæli um þau.
Goðasteinn
37