Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 39

Goðasteinn - 01.06.1974, Blaðsíða 39
erfitt að sjá, hvernig hann mátti skilja söguna eftir, ef hann hafði hana aðeins í höfðinu. En þó þau fræði, sem skráð eru í íslendingabók, hafi e.t.v. aldrei vcr.ið rist með rúnum, er ekki þar með sagt að annað efni hafi ekki verið það. Höfundur elstu málfræðíritgerðarinnar nefnir fyrst til lög og ættvísi þess, er hann telur þörf á að rita og lesa, og það efni ætla ég að mcnn hafi helst ritað, áður en Ari hóf að rita sín spaklegu fræði. Samkvæmt elstu lögum, urðu menn að kunna skil á ætt sinni í fimmta lið, og er því engin furða þó menn vildu ciga ættarskrár. Þær gátu líka verið svo stuttorðar, að auð- velt hefur verið að rista þær á kefli með rúnum, og líklegt er, að þar hafi cinnig verið getið nafns vegenda þeirra sem vegnir voru. Með því hefði vitneskjan um ættirnar orðið traust, og arf- sagnir getað stuðst v>ð góðar heimihhr. Það hefði að sjálfsögðu vcrið mikið verk að rista lögin á kefli með rúnum, en ekki óklcift, og virðist því furðulegt, ef það hefur ckki verið gert, svo mikið öryggi sem að því hefði ver'ð. Hitt cr annað mál, hvort rituð lög hafa alltaf verið fyrir hcndi, þar sem lögum þurfti að beita, og er líklegt að rétt sé, að sumir hafi kunnað utanað þá kafla, sem helst þurfti að nota. Ég hygg þó að lögin hafi ckki vedð rist á kefli, og styðst sú hugmynd við frásögn Egilssögu um komu Egils til Þorfinns bónda, cn þar er sagt frá því að hann hafi fundið tálkn með rúnaristum í rúmi heimasætunnar. Hvernig þetta tálkn var, má sjá í Konungs- skuggsjá, en þar er sagt um hval, sem nefndur er norðhvalur og sagður er 80 álna langur: „Ekki má hann vel munn sinn opna, því að tálkn þau, er vaxin eru í munni honum, rísa um þveran munn hans . . .“ Ekki hefði þurft mörg hvalskíði til að rista á meginefni lag- anna, og er trúlegt að lögsögumaður hafi haft þau undir sinni hendi. Hafa þau þá síðast verið notuð á alþingi árið 1117, þegar það nýmæli var gert, ,,at lög ór skyldi skrifa á bók at Hafliða Mássonar of veturinn eftir“, og við þá iðju mundu þau síðast hafa verið notuð. Það er því hugsanlegt, að sá sem reit í Land- námu (bls. 189) orðin „Þat var upphaf inna heiðnu laga . . .“, hafi séð frumgerð þeirra, en ekki haft aðeins munnmæli um þau. Goðasteinn 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.