Goðasteinn - 01.06.1974, Side 40
Að rúnir hafi verið notaðar t.il að varðveita efni, sem ekki átti
að glatast, þótt nokkuð mál væri, má ráða af Egilssögu. Það er
hreint ekki svo stutt ldausa, sem sagt er að Egill hafi rist á níð-
stöngina, sem hann reisti Eiríki konungi, en þó er meira, að ekki
verður annað séð, en að Þorgerður dóttir hans hafi rist allt Sonar-
torrek á kefli, svo að það skyld' ekki gicymast. Það kefli er lík-
legt að hafi verið geymt eins og helgur dómur meðal niðja hennar.
f ritgerð sinni um Sonartorrek (Andvari 1968, bls. 200) telur
Ólafur M. Ólafsson það ekkert vafamál, að kvæðið hafi verið
skrifað á bókfcll eftir rúnakefli, sem sennilega hafi verið skrifað
á dögum Egils. En þó sögualdarmenn hafi geymt ýmsan fróðleik
með því að rista hann á kefli, hlýtur það að hafa valdið þeim
nokkrum erfiðleikum, að þeir munu ekki hafa haft ákveðið ár tú
að miða sitt tímatal við. Það er því engin furða, þó Ari fróði
verði að bera mörg atriði saman til að fá út, hvenær þeir at-
burðir gerðust, sem hann getur, og gerðust áður en kristm var
lögtekin. Eftir að farið var að rita á bókfell, hlaut rúnaletrið að
þoka fyrir latínuletrinu, og síðustu leifar þess hafa horfið á
dögum galdraofsóknanna.
Fyrir nokkrum árum var þess getið í fréttum, að fundist hefði
fjöldi af rúnakeflum í Bergen, og þess getið, að þessi fundur
sýndþ að rúnir hefðu verið miklu meira notaðar cn menn hafa
haldið, og voru í fullu gengi fram á daga Snorra Sturlusonar.
Síðan hefur ekkert verið á þennan fund minnst. Sú þögn er óncit-
anlega með því furðulegasta í fréttaþjónustu okkar, því nú hlýtur
að vera búið að kanna þennan fund til hlítar, og fátt mun íbúum
Sögueyjarinnar þykja forvitnilegra, en að vita, hvernig rúnirnar
voru raunverulega notaðar, mcðan þær voru það letur, sem fólk-
ið notaði.
38
Godasteinn