Goðasteinn - 01.06.1974, Side 41

Goðasteinn - 01.06.1974, Side 41
Einar Sigurfinnsson: Finnur á Skurðbæ Goðasteinn geymir nokkur minnisverð nöfn manna, sem á ferli voru og í starfi um og eftir síðustu aldamót og settu þá svip á umhverfið, hver á sinn hátt, sumir góðkunningjar og æskuvinir mínir, þótt aldursmunur væri allt að 70 árum. Nú vildi ég, að v'ð mætti bæta e.inum góðum þcgn. Fer vel á, að nafn hans geymist meðal margra fróðleiksþátta, sem þetta rit bjargar frá gleymsku. Friðfinnur hét hann, fæddur 1842 að Þykkvabæ í Landbroti. Foreldrar hans voru Guðný Runólfsdóttir og Sigurður Jónsson, bóndi á Þverá, Sverrissonar. Ungur kom hann í Mcðalland og átti þar heima til æviloka, bjó lengst að Skurðbæ cn síðast í Háu- Kotcy, Hann var tvíkvæntur og hétu báðar konurnar Sigríðar- nafni, bæði hjónaböndin barnlaus. Búskapur hans var notadrjúgur en smár. Umgengni öll og húsagerð mjög snotur. Hann var góður smiður. Úr járni smíðaði hann m.a. skrár og lamir á hurðir og úr viði hús og hirslur, einnig margar líkkistur. Veggjahleðslu kunni hann manna best. Bókband stundaði hann nokkuð. Hann var ágætur lesari, og skrift lærði hann á fullorð'nsárum. Friðfinnur átti meiri bókakost en algengt var, cnda fróðleiks- unnandi og fús að miðla öðrum fróðleik og sagnaþáttum, sem hann hafði oft á takteinum. Minnið var traust, svo ártöl viðburða virtust t'ltæk. Hann hafði mætur á fornsögum. Ég sýndi honum einu sinni nýja Landnámabók. Hann strauk hana mjúklega og næstum gældi og mælti: „Þessi er móðir allra hinna.“ Goðasteinn 39

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.